• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Króardalsskarð
    • Sandaskörð
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
    • Hellisheiði
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: júlí 2022

Hlaupið fyrir norðan 9. ágúst nk.

30 Laugardagur Júl 2022

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 ætla ég að hlaupa tvo fjallvegi á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið eftirtalda:

  1. Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð frá Strjúgsstöðum í Langadal (um 17 km innan við Blönduós), yfir Strjúgsskarð að Kárahlíð í Laxárdal fremri þar sem Rósberg G. Snædal fæddist 1919, og áfram yfir Litla-Vatnsskarð að skála Ferðafélags Skagfirðinga við fornbýlið Þúfnavelli í Víðidal (í Staðarfjöllum). Þessi leið er eitthvað um 14 km og eftir því sem næst verður komist er hægt að fylgja grófum jeppaslóða nánast alla leið. Þetta verður væntanlega fjallvegur nr. 72 í fjallvegahlaupaverkefninu mínu.
  2. Gyltuskarð frá Þúfnavöllum í Víðidal (í Staðarfjöllum) að Staðarrétt við Reynistað í Skagafirði (um 10 km innan við Sauðárkrók). Þessi leið er eitthvað um 18 km og þarna er líka hægt að fylgja grófum jeppaslóða mestalla leið. Þetta verður þá fjallvegur nr. 73.

Hlaup dagsins hefjast við Strjúgsstaði kl. 10:00 umræddan þriðjudagsmorgun og af fenginni reynslu má ætla að þau taki samanlagt 6-8 klst með hæfilegum áningum. Gaman væri að sjá sem flesta þennan dag, en að vanda tekur fólk þátt í þessu ævintýri á eigin ábyrgð.

Nánari upplýsingar um fjallvegina tvo er að finna undir Næstu hlaup á fjallvegahlaup.is.

(Þar sem ég hef hvorki komið í Laxárdal fremri né í Víðidal (í Staðarfjöllum) læt ég nægja að birta hér eina af uppáhalds fjallvegahlaupamyndunum mínum, en hún var tekin í Garðsárdal í Eyjafirði 13. júní 2020).

júlí 2022
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Jún   Ágú »

Blogg tölfræði

  • 29.498 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Fylgja Fylgja
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...