Sandvíkurskarð

Staðsetning: Frá Viðfjarðarbænum að neyðarskýlinu í Sandvík
Hnattstaða: 
Upphaf:         0,00 km, N65°05,14' - V13°38,80'
Stuðlar:        4,08 km, N65°06,41' - V13°35,75'
Sandvíkurskarð: 6,48 km, N65°05,92' - V13°34,43'
Lok:            9,45 km, N65°05,35' - V13°33,27'
Hæð y. sjó: 4 m við upphaf, 531 m hæst, 43 m við lok
Heildarhækkun: 
Vegalengd: 9,45 km
Tími: 2:39:40 klst
Meðalhraði: 3,55 km/klst (16:54 mín/km)
Dags.: Miðvikudag 7. júlí 2021, kl. 12:44 
Hlaupafélagar: Arnór Freyr Ingunnarson, Birkir Þór Stefánsson, Salome Hallfreðsdóttir og Sóley Birna Hjördísardóttir

Fróðleikur um leiðina:

Hlaupið frá Viðfjarðarbænum, (nánari lýsing í smíðum).

Eyðibýlið Stuðlar stendur innarlega á Barðsnesi, spölkorn út með Viðfirði að austanverðu, tæpa 4 km frá Viðfjarðarbænum. Þaðan er hlaupið sem leið liggur til fjalls, upp gamla hestagötu með stefnu í suðaustur. Þessi gata var á sínum tíma aðalleiðin á milli bæjanna í Viðfirði og Sandvík, jafnt um sumar sem vetur, og nú er stikuð gönguleið þarna yfir.

Leiðin frá Stuðlum upp í skarðið er u.þ.b. 2,4 km, aflíðandi lengst af en býsna brött síðasta spölinn. Sjálft skarðið er í u.þ.b. 500 m hæð yfir sjó og þar uppi er mjög víðsýnt þegar skyggni er á annað borð gott. Áfram er svo haldið í sömu stefnu niður brekkurnar Sandvíkurmegin, að neyðarskýlinu í Sandvík. Niðurleiðin er álíka löng og uppleiðin, nokkuð brött en greiðfær.

Sandvík var lengi austasta mannabyggð á Íslandi og þar var búið á fimm bæjum fram á 20. öld. Sá síðasti þeirra fór í eyði 1946. Lítil verstöð var á Skálum við sunnanverða víkina um tíma á 3. áratug 20. aldar. Nokkrum sögum fer að draugagangi í Sandvík. Þar gekk Sandvíkur–Glæsir um á kjólfötum, reykti pípu og tók ofan höfuðið í kurteisisskyni.

Ferðasagan:  

Í smíðum

Lokaorð:

Sandvík er ein af þessum útvíkum á Íslandi þar sem nútíminn hélt aldrei innreið sína. Víkin er til þess að gera víðlend og grösug, en hún er vandlega afgirt með háum fjallgarði. Þess vegna hefur víkin aldrei verið í vegasambandi við umheiminn og því hafa stórvirkar vinnuvélar aldrei drepið þar niður skóflu eða tönn. Einangrunin gerir það að verkum að maður finnur hvernig hægist á heiminum þegar komið er niður í víkina. Þar er gott að vera fjallvegahlaupari í góðu veðri um sumar.

Helstu heimildir:

  • Ferðafélag Fjarðamanna Austfjörðum (2002): Gönguleiðir á Fjarðaslóðum – austast á Austfjörðum. Gönguleiðir á Austurlandi II. Ferðafélag Fjarðamanna Austfjörðum.
  • Hjörleifur Guttormsson (2005): Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Árbók Ferðafélags Íslands 2005. Ferðafélag Íslands, Reykjavík.
  • Ína Dagbjört Gísladóttir (2001): Austast á Austurlandi. Í heimkynnum trölla, hafvætta og sjódrauga. Morgunblaðið 20. janúar 2001. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584488.
  • Norðfirðingafélagið (2013): Af norðfirskum stofni.
    http://www.nordfirdingafelagid.is/2204642109/frettir/2204642109/182/af-nordfirskum-stofni.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson, Björn Þorsteinsson og Guðjón Ármann Eyjólfsson (1984): Landið þitt Ísland, 5. bindi, U-Ö. Bókaútgáfann Örn og Örlygur hf.