Tunguheiði við Tálknafjörð

Staðsetning: Frá Tálknafirði til Bíldudals 
Hnattstaða:
Upphaf:       N65°37,68' - V23°49,16'
Tunguvatn:      N65°38,55' - V23°46,06'
Hálfdán:       N65°39,13' - V23°43,56'
Hnúksvatn:      N65°39,65' - V23°40,82'
Lok:         N65°40,62' - V23°36,77'
Hæð y. sjó: U.þ.b. xx m við upphaf, u.þ.b. 540 m hæst, u.þ.b. xx m við lok => Hækkun u.þ.b. xxx m, lækkun u.þ.b. xxx m, nettóhækkun u.þ.b. xx m  
Vegalengd: Um 11 km
Tími: (Verður skráður í ferðalok)
Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok)
Dags.: Þriðjudag 12. júlí 2020, kl. 13:00
Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir

Fróðleikur um leiðina:

Fjallvegahlaupið um þessa Tunguheiði hefst innst í Móatúni, efstu götunni í þéttbýlinu á Sveinseyri við Tálknafjörð. Stefnan er tekin í norðaustur inn Tungudal og sömu stefnu haldið alla leið. Hlaupaleiðin liggur vestan (vinstra megin) við Tunguá sem rennur niður dalinn. Eftir u.þ.b. 3 km hlaup er komið að Tunguvatni og hlaupið áfram upp með því að norðvestanverðu. Þegar komið er upp á fjallið Hálfdán tekur vötnum að halla til Arnarfjarðar. Hlaupið er sem leið liggur yfir affallið úr Hnúksvatni og loks niður Hnúksdal þar til komið er á bílveginn innst í Bíldudal. Þeim vegi er svo fylgt síðustu tvo kílómetrana niður í þorpið.

Hlaupaleiðin yfir Tunguheiði er vörðuð og/eða stikuð, eftir því sem best er vitað. Áður fyrr var þetta alfaravegur úr Tálknafirði norður á Bíldudal. Leiðin er nokkru styttri en bílvegurinn yfir Hálfdán og því fljótfarnari fyrir daga bílaaldar.

Á hlaupaleiðinni yfir Tunguheiði, eða nálægt henni, er sagður vera pyttur sem getur reynst ferðamönnum skeinuhættur. Sagt er að samtals hafi 18 eða 19 menn orðið úti á heiðinni og flestir í þessum pytti, en sagan segir að þegar þessi tala er komin í 20 muni álögum verða létt af heiðinni. Þá verður heiðin væntanlega mun öruggari staður að vera á en nú er.

Til sönnunar framanskráðu má nefna að í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar er eftirfarandi frásögn af Sigmundi nokkrum sem átti leið þarna yfir:

Kafaldsbyl gerði að Sigmundi og villtist hann skjótlega. Honum virtist maður ávallt vera á undan sér svo sem 20 eða 30 faðma og kallaði hann til hans en maðurinn gegndi engu. Sigmundur gekk lengi á eftir manni þessum og herti gönguna til þess að ná honum en vann ekki á. Loksins hvarf maðurinn Sigmundi og sá hann þá að hann var kominn fram á barm á Hólsgljúfri en það er afar djúpt og hverjum manni bani vís, er þar fer fram af. Sigmundur áttaði sig á gljúfurbarminum og komst heim til sín heilu og höldnu“. (Ath. heimild (ÓD, I, 281)).

Af sögunni má ráða að villt hafi verið um fyrir Sigmundi þannig að hann hafi farið þvert úr leið til vesturs úr Tungudal, því að þar fyrir vestan er Hólsdalur. Við aðstæður sem þessar geta GPS-tæki komið í góðar þarfir.

Sigmundur er reyndar ekki sá eini sem hefur verið hætt kominn eftir að hafa villst af leið yfir í Hólsdal, en meiri líkur eru á þessari villu þegar leiðin er farin til suðurs frá Bíldudal. Þannig var sagt frá því í „einkafrétt Tímans frá Patreksfirði“ 6. mars 1952 að sextugur maður (Jón Teitur Loftsson (1891-1973)) hafi nær verið orðinn úti eftir að hafa snúið við á leið frá Tálknafirði til Bíldudals. Hann hrapaði einmitt í gljúfur Hólsár, en komst við illan leik til byggða og bættist ekki við töluna sem getið er um hér að framan.

Álögin á Tunguheiði leiða ekki alltaf til villu og/eða dauðsfalla, því að mörgum hefur einfaldlega orðið illt á leið sinni yfir heiðina án þess að bíða af því varanlegt tjón. 

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir: