Staðsetning: Frá Sólheimum í Laxárdal að Prestbakka í Hrútafirði Hnattstaða: Upphaf: N65°13,11' - V21°22,11' (VII) Lok: Hæð y. sjó: (Verður skráð í ferðalok). Væntanlega hæst 249 m y.s. Vegalengd: 18,5 km (VII) Tími: (Verður skráður í ferðalok) Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok) Dags.: Óákveðið Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir
Fróðleikur um leiðina:
Hólmavatnsheiði er fremur láglent heiðarland með mörgum litlum vötnum og tjörnum, sem liggur norður af Laxárdalsheiði á milli Dala og Hrútafjarðar. Hlaupið hefst við Sólheima, innsta bæ í Laxárdal. Þar er stefnan tekin beint í norður upp á Sólheimaöxl (249 m) og áfram í sömu stefnu austan við Hólmavatn og Reiðgötuvötn. Eftir u.þ.b. 4 km hlaup er sveigt til hægri og stefnan tekin í norðaustur af Reyðarvatnshæð. Eftir það liggur leiðin niður Prestbakkadal sunnan við Prestbakkaá og framhjá eyðibýlinu Jónsseli. Þangað upp liggur vegarslóði frá Bæ í Hrútafirði, en í stað þess að fylgja honum er áfram stefnt í norðaustur þar til komið er á vegarslóða neðan við eyðibýlið Hrafnadal. Þessum slóða er fylgt þar til komið er niður á aðalveginn rétt utan við Ljótunnarstaði. Síðasti kílómetrinn er svo hlaupinn á malbikinu niður að Prestbakka þar sem hlaupið endar.
Ferðasagan:
Verður skráð að hlaupi loknu
Nesti og annar búnaður:
Verður skráð að hlaupi loknu
Lokaorð:
Verða skráð að hlaupi loknu
Helstu heimildir:
Gönguleiðakort. Vestfirðir og Dalir, 7.