Um

Þessi vefsíða hefur að geyma upplýsingar um fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar. Verkefnið og vefsíðan eru einkaframtak, sem stofnað var til í tilefni af fimmtugsafmæli höfundar 18. mars 2007 í þríþættum tilgangi:

  1. Að halda sér í formi á sextugsaldrinum
  2. Að kynnast landinu sínu
  3. Að vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu

Verkefnið fólst í að hlaupa yfir 50 fjallvegi á 10 árum, einn eða enn frekar í góðra vina hópi. Fjallvegur í þessu sambandi

  • er a.m.k. 9 km að lengd
  • fer a.m.k. upp í 160 m hæð yfir sjó
  • tengir saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði
  • er gjarnan forn göngu- eða reiðleið
  • má vera fáfarinn bílvegur t.d F-vegur

Verkefninu lauk á tilsettum tíma sumarið 2016 þegar 50 fjallvegir voru að baki. Á sextugsafmæli Stefáns 18. mars 2017 kom út bókin Fjallvegahlaup með lýsingum á fjallvegunum fimmtíu, GPS-punktum, kortum, ferðasögum, myndum og ýmsum viðbótarupplýsingum. Bókin fæst m.a. í vefverslun Bókaútgáfunnar Sölku, sem opnast einmitt ef smellt er á myndina hér fyrir neðan.

Sumarið 2017 var ákveðið að láta ekki staðar numið, heldur hlaupa 50 fjallvegi til viðbótar á næstu 10 árum – og gefa þá væntanlega út nýja bók á sjötugsafmælinu 18. mars 2027. Á þessari vefsíðu má finna ýmsar upplýsingar um það uppátæki, sem m.a. eru settar fram til að laða aðra hlaupara til þátttöku í ævintýrinu.

2 athugasemdir við “Um”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s