Kaldidalur

Staðsetning: Þjóðvegur nr. F550 úr Lundareykjadal að Húsafelli
Nánar: Frá Vegamótum við Uxahryggjaveg (52) hjá Brunnum inn af Lundareykjadal að vegamótum við Hálsasveitarveg (518) fyrir innan Húsafell
Hnattstaða: (Verður skráð í ferðalok)
Hæð y. sjó: (Verður skráð í ferðalok). Væntanlega hæst 727 m y.s.  
Vegalengd: Áætluð um 40 km
Tími: (Verður skráður í ferðalok)
Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok)
Dags.: Óákveðið
Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir


Fróðleikur um leiðina:

Kaldadalsvegur er hálendisvegur frá Reyðarvatni inn af Lundareykjadal, norður á milli Oks og Þórisjökuls, um hinn eiginlega Kaldadal, meðfram Skúlaskeiði og niður með Geitá að sunnanverðu til byggða efst í Hálsasveit innan við Húsafell. Vegurinn er fær flestum bílum yfir sumarmánuðina.

Kaldadalsvegur var ruddur fyrstur allra fjallvega á Íslandi. Þetta var gert árið 1830 að undirlagi Fjallvegafélagsins undir forystu Bjarna Thorarensen amtmanns.

Sunnarlega við veginn er beinakerlingin á Kaldadal, ein kunnasta beinakerling landsins. Á miðri leið er farið um stórgrýttan ás, Langahrygg, en þar er Kaldidalur hæstur yfir sjó. Þar er Ok á vinstri hönd en Þórisjökull og síðan Langjökull til hægri. Ok er grágrýtisdyngja, 1.198 m há. Enn er jökull norðanvert í fjallinu, en hann var mun stærri áður fyrr. Norðar liggur leiðin meðfram Skúlaskeiði, sem er stórgrýtt og úfið grágrýtishraun. Áður lá vegurinn um hraunið og þótti þá einhver versti vegur á Íslandi. Frægt er kvæði Gríms Thomsen, sem hann gerði eftir þjóðsögunni um sakamanninn Skúla sem slapp þar á flótta á Sörla einum undan útsendurum réttlætisins, sem „eltu hann á átta hófa hreinum“ og höfðu „aðra tvenna“ til reiðar. Í kvæði Gríms er því haldið fram að aldrei hafi „enn í manna minni meira riðið nokkur Íslendingur“. En eftir skeiðið féll Sörli dauður niður á bökkum Hvítár og var heygður í túninu á Húsafelli.

Geitá kemur úr Geitlandsjökli sem gengur suðvestur úr Langjökli. Norðan við ána er Geitland, hraun- og sandflæmi sem ættað er úr gígum við rætur Langjökuls. Um Geitland rennur Svartá og sameinast Geitá á leið sinni út í Hvítá.

Í góðu skyggni blasir Eiríksjökull (1.675 m) við í norðri á öllum síðari hluta leiðarinnar.

Ferðir um Kaldadal hafa ekki alltaf verið tilhlökkunarefni. Það endurspeglast m.a. í vísunni sem Jóni biskupi Vídalín varð að orði skömmu áður en andaðist í Biskupsbrekku á Uxahryggjaleið árið 1720:

Herra Guð í himnasal
haltu mér við trúna.
Kvíði ég fyrir Kaldadal.
Kvölda tekur núna.

Reyndar mun Jón hafa verið á leiðinni vestur á Staðastað, þannig að líklega stóð aldrei til að hann færi um Kaldadal í þetta skipti.

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Nesti og annar búnaður:

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir:

Landið þitt Ísland

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s