Skeggaxlarskarð

Staðsetning: Frá Laugum í Sælingsdal að Tindum á Skarðsströnd
Hnattstaða:
Upphaf:          N65°14,73' - V21°48,20' (VII)
Sælingsdalur:    N65°16,68' - V21°51,05' (VII)
Skeggaxlarskarð: N65°16,99' - V21°58,71' (VII)
Lok:
Hæð y. sjó: (Verður skráð í ferðalok). Væntanlega hæst um 700 m y.s.  
Vegalengd: Um 27 km
Tími: (Verður skráður í ferðalok)
Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok)
Dags.: Óákveðið
Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir

Fróðleikur um leiðina:

Skeggaxlarskarð er ein nokkurra leiða yfir hálendið á milli Hvammssveitar og Skarðsstrandar í Dölum. Þetta hefur þó líklega aldrei verið alfaraleið.

Hlaupið yfir Skeggaxlarskarð hefst við Laugar í Sælingsdal og þegar heimreiðinni sleppir er hlaupið sem leið liggur eftir veginum inn dalinn, að Sælingsdalsbænum. Þar er farið um bæjarhlaðið og yfir Sælingsdalsá. Áfram er svo hlaupið eftir gömlum slóða sem liggur í boga samsíða ánni og svo aftur norður yfir ána undir bröttum brekkum þar sem háspennulína liggur upp á Sælingsdalsheiði. Reyndar er allur þessi fyrsti kafli sameiginlegur hlaupaleiðinni yfir þá heiði.

Skömmu eftir að komið er upp úr Sælingsdalsá er tekin vinkilbeygja til vesturs (til vinstri) og hlaupið um stund utan í hlíðinni. Áfram er hlaupið eftir Merkjahrygg sem liggur í boga upp af daldrögum Traðardals inn af Saurbæ. Af hryggnum er stutt leið en nokkuð brött nánast beint í vestur upp í Skeggaxlarskarð með Skeggöxl (813 m) á vinstri hönd.

Þegar komið er vestur úr Skeggaxlarskarði tekur fljótt að halla niður í Búðardalsdrög. Hlaupið er niður með Víðihjallagili (með gilið á vinstri hönd) og síðan sveigt til norðvesturs (til hægri) áður en gilið sameinast Búðardalsá. Eftir það er hlaupið eftir norðurbakka árinnar. Leiðin sveigir aftur meira til vesturs undir Svarthamri og eftir það liggur leiðin framhjá eyðibýlinu Koti og síðan um hlaðið í Búðardal. Þar þarf væntanlega að fara yfir girðingar og tún og þá er mikilvægt að sýna ábúendum tillitssemi. Lokaspretturinn liggur niður heimreiðina, fram hjá Tindum og niður á Klofningsveg (590) þar sem hlaupið endar rétt norðan við brúna yfir Búðardalsá.

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Nesti og annar búnaður:

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir:

Gönguleiðakort. Vestfirðir og Dalir, 7.