Breiðuvíkurháls

Staðsetning: Frá Breiðuvík til Hænuvíkur 
Áfangar og hnattstaða:
Upphaf:            0,00 km, N65°32,98' - V24°21,12'
Krossgötur í Hænuvíkurskarði: 7,55 km, N65°35,35' - V24°14,88' 298
Lok:             11,11 km, N65°36,65' - V24°12,16' 
Hæð y. sjó: 5 m við upphaf, 323 m hæst, 28 m við lok => Hækkun 318 m, lækkun 295 m, nettóhækkun 23 m   
Vegalengd: 11,11 km 
Tími: 2:30:44 klst. 
Meðalhraði: 4,42 km/klst (13:34 mín/km) 
Dags.: Sunnudag 12. júlí 2020, kl. 15:08 
Hlaupafélagar: 
Birkir Þór Stefánsson

Fróðleikur um leiðina:

Þessi leið var upphaflega nefnd Hænuvíkurskarð í umfjöllun á fjallvegahlaupasíðunni. Breiðuvíkurháls er hins vegar aðalfjallvegurinn á leiðinni og því þótt rétt að skipta um nafn.

Eftirfarandi leiðarlýsing miðast við að hlaupið hefjist í Hænuvík. Vegna vindáttar var ákveðið að snúa hlaupinu við og byrja í Breiðuvík. Lýsingin verður lagfærð fljótlega í samræmi við þetta.

Fjallvegahlaupið um Hænuvíkurskarð hefst við bæinn í Hænuvík. Þar er stefnan tekin í suðvestur og þeirri stefnu haldið alla leið.

Frá Hænuvík er hlaupið upp með Vatnsgili og vestan (hægra megin) við Fremrivíkurvatn. Eftir um 4 km hlaup er komið í sjálft Hænuvíkurskarðið þar sem eru krossgötur við leiðina yfir Tunguheiði. Um 2 km síðar er komið að öðrum krossgötum við Dalbrekkur, en þar liggur leið frá Kollsvík suður í Brúðgumaskarð. Ofan við Dalbrekkur er Breiðuvíkurháls og þar er hæsti punktur leiðarinnar. Leiðin liggur svo niður með Hafnargili að vestanverðu niður til bæjar í Breiðuvík þar sem hlaupið endar. 

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir:

 • Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen, 2020: Rauðasandshreppur hinn forni. Árbók Ferðafélags Íslands 2020. Ferðafélag Íslands, Reykjavík.
 • Helgi M. Arngrímsson, 2007: Vestfirðir og Dalir 4 – Útivera. Göngu- og reiðleiðakort. Ferðamálasamtök Vestfjarða.