Ónotaðar hugmyndir að fjallvegum
Hér er fjallvegum raðað eftir landshlutum (eftir því sem við verður komið) og eftir stafrófsröð innan landshluta. (Óhlaupnir fjallvegir sem þegar eru komnir á dagskrá eru tilgreindir á síðunni Næstu hlaup).
Suðurnes
- Þórustaðastígur – Frá Þórustöðum á Vatnsleysuströnd til Krísuvíkur – 21 km
Vesturland
- Fossavegur – Frá Dunkárbakka í Hörðudal að Hallkelsstaðahlíð – 18 km (til athugunar)
- Hólmavatnsheiði – frá Sólheimum í Laxárdal að Prestbakka í Hrútafirði – 18 km
- Jörfamúli – Frá Smyrlhóli í Haukadal að Fornahvammi í Norðurárdal – 23 km (til athugunar)
- Kaldidalur (F550) – Úr Lundareykjadal að Húsafelli – 40 km
- Rauðamelsheiði – Frá Höfða í Hnappadal að Gunnarsstöðum í Hörðudal – 24 km (til athugunar)
- Skeggaxlarskarð – Frá Laugum í Sælingsdal að Tindum á Skarðsströnd – 30 km
- Sölvamannagötur – Frá Markhöfða í Hrútafirði að Sólheimum í Laxárdal – 16 km
Vestfirðir
- Álftafjarðarheiði – Frá Seljalandi í Álftafirði að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði – 20 km
- Álftamýrarheiði – Frá Hólum í Dýrafirði til Arnarfjarðar – 16 km
- Bjarnarfjarðarháls – Frá Laugarhóli í Bjarnarfirði að Sandnesi á Selströnd – 10 km
- Bolungarvíkurheiði – Frá Álfsstöðum í Hrafnsfirði Til Bolungarvíkur á Ströndum – 10 km
- Breiðadalsheiði – Milli Skutulsfjarðar og Önundarfjarðar – 12 km
- Dalverpi – Frá Keflavík að Sauðlauksdal – 14 km
- Fossheiði – Frá Tungumúla á Barðaströnd að Fossi í Arnarfirði – 14 km
- Grárófa – Úr Bolungarvík til Súgandafjarðar – 12 km
- Hafnarskarð Frá Hornvík í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum – 10 km
- Háaheiði – Frá Glúmsstöðum í Fljótavík til Hesteyrar – 11 km
- Heiðarskarð – Frá miðbæ Ísafjarðar í miðbæ Bolungarvíkur – 18 km
- Hesteyrarskarð – Frá Hesteyri að Látrum í Aðalvík – 11 km
- Kerlingaháls – Frá Saurbæ á Rauðasandi til Keflavíkur – 12 km
- Kjaransvíkurskarð – frá Hesteyri til Hælavíkur – 13 km
- Klúkuheiði – frá Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði að Gerðhömrum í Dýrafirði – 13 km
- Kollafjarðarheiði (F66) – Frá Fjarðarhorni í Kollafirði í Barðastrandarsýslu að Laugabóli í Ísafirði – 24 km
- Lambadalsskarð – Frá Seljalandi í Álftafirði að Lambadal í Dýrafirði – 19 km
- Látraheiði – Frá Hvallátrum til Keflavíkur – 12 km
- Lokinhamraheiði – Frá Hrafnabjörgum í Arnarfirði að Haukadal í Dýrafirði – 14 km
- Lækjarheiði – Frá Brjánslæk í Trostansfjörð – 15 km
- Mosar – Frá Neðri-Brekku í Saurbæ í Bitrufjarðarbotn – 22 km
- Ófeigsfjarðarheiði – Úr Ófeigsfirði að Laugalandi í Skjaldfannardal – 39 km
- Rangalaskarð – frá Rangala í Lónafirði til Hornvíkur – 13 km
- Skötufjarðarheiði – Frá Garði í Skötufirði að Heydal í Mjóafirði – 14 km
- Snartartunguheiði – Frá Kleifum í Gilsfirði að Snartartungu í Bitru – 12 km
- Tröllatunguheiði – Úr Geiradal til Steingrímsfjarðar – 26 km
- Tunguheiði á Hornströndum – Frá Látrum í Aðalvík að Atlastöðum í Fljótavík – 10 km
- Þorleifsskarð – Frá Hælavík að Glúmsstöðum í Fljótavík – 11 km
- Þorskafjarðarheiði – Frá Kirkjubóli í Langadal að Vestfjarðavegi á Ódrjúgshálsi – 41 km
- Þóruskarð – úr botni Skutulsfjarðar að Seljalandi í Álftafirði – 13 km (?)
- Þrengsli – Frá Barðsvík á Ströndum að Sópanda í Lónafirði – 11 km
Norðurland vestra
- Húksleið – Frá Brandagili í Hrútafirði að Húki í Miðfirði – 9 km
- Heljardalsheiði – Frá Hólum í Hjaltadal að Atlastöðum í Svarfaðardal – 27 km
- Hólamannavegur – Frá Hólum í Hjaltadal að Bugi í Hörgárdal – 39 km
- Hraunvatnsleið – Frá Skagaströnd að Borgarlæk á Skaga – 23 km
- Hrútafjarðarháls – Frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði að Skarfshóli í Miðfirði – 11 km
- Ketuvegur – Frá Signýjarstöðum að Ketu á Skaga – 20 km
- Marðarnúpsfjall – Frá Marðarnúpi í Vatnsdal að Marðarnúpsseli í Svínadal – 10 km
- Ólafsfjarðarskarð – Frá Ketilási í Fljótum að Þverá í Ólafsfirði – 16 km
Norðurland eystra
- Brekknaheiði (gömul póstleið) – Frá Jaðri við Þórshöfn til Finnafjarðar – 12 km
- Fagranesskarð – frá Hlíð í Þistilfirði að Fagranesi við Bakkaflóa – 11 km
- Flateyjardalsheiði (F899) – Frá Þverá í Dalsmynni að Brettingsstöðum í Flateyjardal – 33 km
- Gönguskarð ytra – Frá Ytra-Hóli í Fnjóskadal að Hálsi í Kinn – 15 km
- Hróaldsstaðaheiði – Frá Melaseli í Þistilfirði að Hróaldsstöðum í Vopnafirði – 51 km
- Reykjaheiðarleið – Frá Heiðarbót í Reykjahverfi að Meiðavöllum í Kelduhverfi – 40 km
- Reykjahlíðarheiði – Frá Reykjahlíð að Kröflu – 10 km
- Snartarstaðaleið – Frá Kópaskeri að Raufarhöfn – 31 km
- Öxarfjarðarheiði (gömul þjóðleið) – Frá Flautafelli í Þistilfirði um Garðsdal og Einarsskarð að Gilsbakka í Öxarfirði – 36 km
Austurland
- Fljótsdalsheiði – Frá Klausturseli í Jökuldal að Bessastöðum í Fljótsdal – 29 km
- Fönn – Úr Slenjudal að Neðri-Skálateigi í Norðfirði – 23 km
- Gunnarsskarð – Úr botni Stöðvarfjarðar að Ólafsvörðu í Breiðdal – 12 km
- Gönguskarð – Frá Unaósi á Héraði að Hlíðartúni í Njarðvík – 10 km
- Hólaskarð – Úr botni Mjóafjarðar að Neðri-Skálateigi í Norðfirði – 20 km
- Klausturselsheiði – Frá Klausturseli í Jökuldal að Ormarsstöðum í Fellum – 34 km
- Króardalsskarð – Frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar – 11 km
- Kækjuskörð – Frá Þverárbrú í Borgarfirði að Stakkahlíð í Loðmundarfirði – 13 km
- Lónsheiði – Frá Össurá í Lóni að Krossvík í Álftafirði – 18 km
- Sandaskörð – Frá Hólalandi í Borgarfirði að Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá – 21 km
- Smjörvatnsheiði – Frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð að Hrauni í Vopnafirði – 35 km
- Stórurð – Frá Hólalandi í Borgarfirði eystri að Unaósi á Héraði – 22 km
- Stöðvarskarð – Frá Melrakkaeyri í Fáskrúðsfirði til Stöðvarfjarðar – 12 km
- Tó – Frá Klyppstað í Loðmundarfirði að Gilsárteig í Eiðaþinghá – 24 km
- Vatnsdalur – Úr Breiðdal upp á Skriðdal – 19 km
- Vestdalsheiði – Frá Gilsárteig í Eiðaþinghá að Háubökkum í Seyðisfirði – 22 km
Suðurland
- Fimmvörðuháls – Frá Þórsmörk að Skógum – 22 km
- Hellisheiði – Frá Hellisheiðarvirkjun austur í Hveragerði – 14 km
- Gagnheiði – Frá Svartagili í Þingvallasveit að Gilstreymi í Lundarreykjadal – 20 km
- Langalangafaleiðin – Frá Svartagili í Þingvallasveit að Hvammi í Vatnsdal – 178 km
Bakvísun: Aðrir 50 fjallvegir fyrir sjötugt | Fjallvegahlaup Stefáns
Bakvísun: 83 fjallvegir á listanum | Fjallvegahlaup Stefáns