Hellisheiði

Staðsetning: Frá Hellisheiðarvirkjun að Hveragerði
Hnattstaða: 
Upphaf:                 0,00 km, N64°02,40' – V21°23,58'
Hellisskarð:            1,30 km, N64°02,12' – V21°22,40'
Undirgöng (1):          3,50 km, N64°01,12' – V21°21,48'
Kambabrún:             10,00 km, N64°00,27' – V21°14,52'
Útsýnisskífa:          10,60 km, N64°00,45' – V21°13,90'
Undirgöng (2):         11,50 km, N64°00,27' – V21°13,32'
Heiðmörk:              12,60 km, N64°00,25' – V21°12,40'
Lok:                   13,70 km, N63°59,95' - V21°11,27'
Hæð y. sjó: Fer hæst í 450 m  
Vegalengd: Um 13,7 km
Tími: (Verður skráður í ferðalok)
Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok)
Dags.: Við fyrstu hentugleika, þó e.t.v. ekki fyrr en vorið 2023
Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir

Fróðleikur um leiðina (frumdrög):

Hlaupið hefst rétt innan við aðalbyggingar Hellisheiðarvirkjunar. Fylgt er gömlum vegarslóða upp í Hellisskarð og svo áfram í stórum boga til austurs, suðausturs og suðurs að undirgöngum undir Suðurlandsveg (Þjóðveg nr. 1) nokkru fyrir ofan Hveradali. Þangað eru um 3,5 km frá upphafspunktinum. Eftir að komið er undir veginn er áfram hlaupið eftir gömulum malarvegi til austurs meðfram aðalveginum. Eftir um 10 km hlaup er komið á Kambabrún og um 600 m síðar liggur leiðin fram hjá gamalli útsýnisskífu þar sem vel sést yfir Hveragerði – og jafnvel til Vestmannaeyja og lengst austur eftir Suðurlandi þegar bjart er í lofti.

Frá útsýnisskífunni á Kambabrún er hlaupið niður snarbratta gamla Kambaveginn sem liggur í kröppum sneiðingum niður hlíðina. Það var þarna sem langamman í vísunni slapp lifandi og spilaði og söng eftir að kassabíllinn sem hún var farþegi í var oltinn ofan í urð og bílstjórinn var allur.

Frá útsýnisskífunni eru um 900 m að undirgöngum undir Suðurlandsveg neðst í Kambabrekkunum. Rétt áður en þangað er komið er hlaupið gegnum hlið, tekin kröpp vinstri beygja upp með veginum, síðan kröpp hægri beygja inn í rörið sem liggur undir veginn og svo aftur kröpp hægri beygja niður með veginum hinum megin. Að rörinu eru u.þ.b. 11,5 km frá upphafsstaðnum.

Hveragerðismegin við rörið er enn hlaupið eftir vegarslóða sem leið liggur áleiðis til Hveragerðis. Rétt áður en komið er að fyrstu íbúðarhúsunum í bænum er beygt til vinstri (eftir um 12,4 km hlaup) og hlaupið eftir malarvegi meðfram byggðinni næstu 200 m eða svo. Þar er beygt til hægri inn á Heiðmörk og henni fylgt að gatnamótum Heiðmerkur og Breiðumerkur (aðalgötunnar inn í Hveragerði), rétt við Blómaborg og veitingastaðinn Matkrána. Þar endar hlaupið. 

Hlaupaleiðin í grófum dráttum. (Mynd af Strava).

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir:

  • Verða settar inn hér