• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
  • Næstu hlaup
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Króardalsskarð
    • Sandaskörð
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
    • Hellisheiði
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: júní 2020

Vatnadalur á laugardag

20 Laugardagur Jún 2020

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Laugardaginn 27. júní verður fjórða fjallvegahlaup sumarsins hlaupið um Vatnadal úr Gilsfirði norður í Steingrímsfjörð. Hlaupið er hluti af Hamingjuhlaupinu sem haldið er árlega í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Upphaflega var ætlunin að hlaupa yfir Kollabúðaheiði af þessu tilefni þennan dag, en þeirri áætlun var breytt þegar í ljós kom að rallýkeppni mun fara fram á sömu slóðum á sama tíma.

Hlaupið á laugardaginn hefst á veginum í vestanverðum Gilsfirði, nánar tiltekið við Mávadalsá, u.þ.b. 9 km fyrir innan Króksfjarðarnes. Frá Hólmavík eru um 35 km að Króksfjarðarnesi, þannig að vegalengdin frá Hólmavík að upphafsstaðnum er um 44 km eftir akveginum. Lagt verður af stað upp með Mávadalsá kl. 10:30 og fylgt sérstakri tímaáætlun eins og jafnan er gert í Hamingjuhlaupum. Tilgangurinn með því fyrirkomulagi er að fólk sem treystir sér ekki til að hlaupa alla leiðina eigi auðvelt með að koma inn í hlaupið á tilteknum stað á tilteknum tíma. Að þessu leyti svipar áætluninni til strætisvagnaáætlunar. Áætlunina má sjá á myndinni hér fyrir neðan, en sé smellt á hana birtist stærri og skýrari mynd.

Tímaáætlun Hamingjuhlaupsins 2020. Fyrstu sex áfangarnir eru jafnframt fjallvegahlaup um Vatnadal.

Fjallvegahlaupinu um Vatnadal lýkur á vegamótum á svokölluðum Innstrandavegi við brúna yfir Miðdalsá í Steingrímsfirði, u.þ.b. 650 m fyrir innan félagsheimilið Sævang þar sem Sauðfjársetrið er nú til húsa. Á Svævangi hófst einmitt hlaupaferillinn minn formlega 19. ágúst 1972. Vegalengdin í fjallvegahlaupinu er áætluð 24,6 km, en þegar því er lokið liggur fyrir að skokka síðustu 11,6 kílómetrana eftir malbikuðum vegi til Hólmavíkur, þar sem Hamingjuhlaupinu lýkur með móttöku og veitingum kl. 16:00. Reyndar verða veitingarnar öðruvísi en í fyrri Hamingjuhlaupum, þar sem hnallþóruhlaðborð í líkingu við það sem jafnan hefur beðið hlauparanna í endamarkinu þykir ekki samræmast kröfum um smitvarnir.

Vatnadalur var einnig hlaupinn í Hamingjuhlaupinu 2014, en þá var lagt af stað frá Kleifum í Gilsfirði og byrjað á að hlaupa áleiðis upp á Steinadalsheiði. Þaðan var svo farið yfir á Vatnadal og honum fylgt til byggða. Þessi leið er hins vegar ekki sú upprunalegasta og fékk því ekki náð hjá yfirstjórn fjallvegahlaupaverkefnisins. Leiðin upp með Mávadalsá er hins vegar ein þriggja leiða sem oftast var farin á árum áður á meðan Vatnadalur var enn mikilvæg samgönguleið á milli byggða.

Hlaupið yfir Vatnadal verður 58. hlaupið í fjallvegahlaupaverkefninu.

Myndin efst í þessari færslu var tekin á Vatnadal í hlaupinu 2014. Stærri mynd birtist ef smellt er á þessa.

Bátsferð frá Siglunesi

15 Mánudagur Jún 2020

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ 1 athugasemd

Fjallvegahlaup morgundagsins um Kálfsskarð frá Siglufirði út á Siglunes er á áætlun. Lagt verður af stað frá Ráeyri (austanvert við fjarðarbotninn) kl. 10:00. Sú breyting hefur orðið á upphaflegri áætlun að boðið verður upp á bátsferð frá Siglunesi til baka til Siglufjarðar að hlaupi loknu. Gert er ráð fyrir að hlaupinu verði lokið í síðasta lagi um kl. 14:00 og bátsferðin til baka tekur í mesta lagi 20 mínútur. Áætlaður komutími til Siglufjarðar verður því um kl. 14:30 í síðasta lagi.

Kostnaður við bátsferðina greiðist af höfuðpaur fjallvegahlaupanna, en frjáls framlög annarra þátttakenda eru vel þegin, allt að 10 þús. kr./mann.

Annars er það helst að frétta af fjallvegahlaupaverkefninu að ferðin um Gönguskarð sl. laugardag gekk vel, en leiðin var seinfarin í erfiðu undirlagi. Og kl. 15 í dag verður lagt upp á Siglufjarðarskarð frá Hraunum í Fljótum.

(Uppfært 15. júní kl. 20:45. Brottför í hlaupið um Kálfsskarð verður frá Ráeyri 16. júní kl. 10:00).

Þrjú fjallvegahlaup á næstu dögum

06 Laugardagur Jún 2020

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Fyrsta fjallvegahlaup sumarsins 2020 verður haldið næsta laugardag, þ.e.a.s. laugardaginn 13. júní 2020 kl. 13:00. Leiðin liggur um Gönguskarð, frá Garðsá í Eyjafirði að Reykjum í Fnjóskadal og vegalengdin er rétt um 26 km, já eða hugsanlega 27. Langtímaveðurspáin lofar góðu, nánar tiltekið mildri sunnanátt og líklega hlýindum og þurru veðri á Norðurlandi. En það skýrist auðvitað þegar nær dregur.

Hlaupið um Gönguskarð er byrjunin á viðburðaríku fjallvegahlaupasumri. Næstu daga þar á eftir liggur leiðin nefnilega til Siglufjarðar þar sem búið er bæta tveimur nýjum hlaupum við fjallvegahlaupadagskrána. Mánudaginn 15. júní kl. 15:00 verður lagt af stað frá Hraunum í Fljótum yfir Siglufjarðarskarð. Bílveginum yfir skarðið verður fylgt lengst af, en fyrstu kílómetrarnir fylgja þó eldri þjóðleið sem liggur ögn sunnar upp úr Fljótum. Hlaupið endar á aðalveginum við botn Siglufjarðar þegar u.þ.b. 13 km verða að baki.

Þriðjudaginn 16. júní kl. 10:00 er röðin svo komin að Kálfsskarði frá Siglufirði út á Siglunes. Hlaupið hefst við norðurenda flugvallarins á Ráeyri. Þaðan liggur leiðin út Staðarhólsströnd, inn Kálfsdal, yfir Kálfsskarð, út Nesdal að Reyðará og þaðan um Fúluvík og Löngumöl að Siglunesi. Vegalengdin er um 16 km., en hafa ber í huga að fara þarf fótgangandi eða hlaupandi til baka þar sem ekki er bílfært á þessum slóðum.

Á fjallvegahlaupadagskránni sem kynnt var hér á síðunni í nóvembermánuði síðastliðnum voru átta hlaup. Þeim hefur nú fjölgað í 11, annars vegar vegna þessara tveggja nýju hlaupa á Siglufirði og hins vegar vegna þessa að Hamingjuhlaupið 2020 verður jafnframt fjallvegahlaup. Þar verður sem sagt hlaupið yfir Kollabúðaheiði sunnan úr Þorskafirði norður í Staðardal á Ströndum – og þaðan áfram til Hólmavíkur þar sem öll hamingjuhlaup enda. Spölurinn úr Staðardal til Hólmavíkur verður reyndar ekki færður til bókar í fjallvegahlaupabókhaldinu.

Með framangreindum breytingum lítur fjallvegahlaupadagskráin 2020 svona út:

  1. Laugardagur 13. júní 2020, kl. 13:00:
    Gönguskarð – Frá Garðsá í Eyjafirði að Reykjum í Fnjóskadal – 26 km
  2. Mánudagur 15. júní 2020, kl. 15:00
    Siglufjarðarskarð – Frá Hraunum í Fljótum til Siglufjarðar – 13 km
  3. Þriðjudagur 16. júní 2020, kl. 10:00
    Kálfsskarð – Frá Siglufirði út á Siglunes – 16 km (og annað eins til baka)
  4. Laugardagur 27. júní 2020, (nánari tímasetning kynnt síðar)
    Kollabúðaheiði – Frá Kollabúðum í Þorskafirði að Kirkjubóli í Staðardal – 20 km (og síðan viðbótarskokk til Hólmavíkur í tilefni Hamingjudaga)
  5. Laugardagur 11. júlí 2020, kl. 10:00:
    Sandsheiði – Frá Haukabergsrétt á Barðaströnd að Móbergi á Rauðasandi – 15 km
  6. Laugardagur 11. júlí 2020, kl. 14:00:
    Kerlingaháls – Frá Móbergi á Rauðasandi til Keflavíkur – 12 km
    E.t.v. verður upphafspunkturinn færður vestar og ferðinni seinkað sem því nemur
  7. Laugardagur 11. júlí 2020, kl. 17:30:
    Dalverpi – Frá Keflavík að Sauðlauksdal – 14 km
  8. Sunnudagur 12. júlí 2020, kl. 11:00:
    Tunguheiði – Frá Örlygshöfn til Kollsvíkur – 11 km
  9. Sunnudagur 12. júlí 2020, kl. 15:30:
    Hænuvíkurskarð – Frá Hænuvík til Breiðuvíkur – 11 km
  10. Þriðjudagur 14. júlí 2020, kl. 13:00:
    Tunguheiði – Frá Tálknafirði til Bíldudals – 13 km
  11. Laugardagur 25. júlí 2020, kl. 10:00:
    Ófeigsfjarðarheiði – Úr Ófeigsfirði að Laugalandi í Skjaldfannardal – 39 km

Leiðarlýsingar vegna framangreindra leiða er í smíðum.

Eins og ævinlega eru allir velkomnir með mér í þessi hlaupaævintýri (á eigin ábyrgð). Mikilvægt er að þeir sem hafa hug á þátttöku fylgist með breytingum sem kynntar verða á þessari síðu og á Fésbókarsíðu fjallvegahlaupaverkefnisins. Stundum þarf nefnilega að breyta áætlunum vegna utanaðkomandi ástæðna (einkum veðurlags) eða jafnvel innanaðkomandi ástæðna (einkum heilsufars).

Myndin sem fylgir þessari færslu var tekin í síðasta fjallvegahlaupinu sem lokið er, þ.e.a.s. hlaupi nr. 54 sem hlaupið var síðasta sumar yfir Brúnavíkurskarð og Súluskarð frá Borgarfirði eystri til Kjólsvíkur. Vonir standa til að skyggni verði betra í áformuðum hlaupum sumarsins en þennan tiltekna dag í júlí 2019.

júní 2020
M F V F F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  
« Nóv   Júl »

Blogg tölfræði

  • 28.520 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Fylgja Fylgja
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...