Fjallvegahlaup morgundagsins um Kálfsskarð frá Siglufirði út á Siglunes er á áætlun. Lagt verður af stað frá Ráeyri (austanvert við fjarðarbotninn) kl. 10:00. Sú breyting hefur orðið á upphaflegri áætlun að boðið verður upp á bátsferð frá Siglunesi til baka til Siglufjarðar að hlaupi loknu. Gert er ráð fyrir að hlaupinu verði lokið í síðasta lagi um kl. 14:00 og bátsferðin til baka tekur í mesta lagi 20 mínútur. Áætlaður komutími til Siglufjarðar verður því um kl. 14:30 í síðasta lagi.
Kostnaður við bátsferðina greiðist af höfuðpaur fjallvegahlaupanna, en frjáls framlög annarra þátttakenda eru vel þegin, allt að 10 þús. kr./mann.
Annars er það helst að frétta af fjallvegahlaupaverkefninu að ferðin um Gönguskarð sl. laugardag gekk vel, en leiðin var seinfarin í erfiðu undirlagi. Og kl. 15 í dag verður lagt upp á Siglufjarðarskarð frá Hraunum í Fljótum.
(Uppfært 15. júní kl. 20:45. Brottför í hlaupið um Kálfsskarð verður frá Ráeyri 16. júní kl. 10:00).
Gott að heyra. Skemmtið ykkur vel í fögru landslagi Tröllaskaga.
Get Outlook for iOS
________________________________
Líkar viðLíkar við