Gönguskarð í Eyjafirði

Staðsetning: Frá Garðsá í Eyjafirði að Reykjum í Fnjóskadal
Hnattstaða:
Upphaf:       N65°xx,xx' - V19°xx,xx'
Lok:         N65°xx,xx' - V19°xx,xx'
Hæð y. sjó: Fer hæst í xxx m  
Vegalengd: Um 26 km
Tími: (Verður skráður í ferðalok)
Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok)
Dags.: Laugardagur 13. júní 2020, kl. 13:00
Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir

Fróðleikur um leiðina:

Þessi umfjöllun er enn sem komið er bara samtíningur sem á eftir að taka á sig mun skýrari mynd …………….

Hlaupið yfir Gönguskarð hefst við bæinn Garðsá í Garðsárdal, austanmegin í Eyjafjarðarsveit, um 9 km innan við hringveginn þar sem hann liggur yfir leirurnar innan við Akureyri. Fyrstu 11 kílómetrana eða svo er hlaupið sem leið liggur í suðaustur inn Garðsárdal meðfram Þverá ytri. Á þeirri leið er farið yfir nokkrar litlar ár sem koma úr dalverpum sem skerast inn í hlíðar Garðsárdals. Eftir um 2,5 km er komið að Þröm, en það var síðasti bærinn sem búið var á í dalnum. Þröm fór í eyði 1965. Þar var snjóflóðahætta og þar fórst einmitt maður í snjóflóði árið 1862, (skv. greinargerð með aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar).

Þegar um 11 km eru að baki frá Garðsá er sveigt lítið eitt til vinstri og stefnan tekin í austur upp í Gönguskarð.

Þegar komið er niður úr skarðinu að austanverðu er Skarðsá fylgt þar til hún rennur í Fnjóská niðri í Bleiksmýrardal. Þar er tekin vinkilbeygja til vinstri og hlaupið norður og niður Bleiksmýrardal að Reykjum í Fnjóskadal þar sem hlaupið endar.

Bleiksmýrardalur er einn af þremur dölum sem ganga suður og upp úr Fnjóskadal. Dalurinn er langur og djúpur, talinn vel yfir 50 km frá syðstu drögum út undir Reyki. Dalurinn er vel gróinn og hefur öldum saman verið afréttarland. Utarlega er allstórvaxinn birkiskógur, sérstaklega vestanmegin.

Bleiksmýrardalur er talinn lengsti óbyggði dalur landsins. Gamlar tóttir benda þó til að þar hafi einhvern tímann verið byggð, og reyndar eru til sagnir eru um allmikla byggð þar fyrr á öldum, til dæmis í Skarðsseli og á Flaustri en einnig í Smiðjuseli, Káraseli, Fardísartóttum og Sandakoti, sem er langt frammi á dalnum við mynni Svartárdals, þar sem heita Sandar. Síðustu bæir í byggð á Bleiksmýrardal stóðu yst á dalnum, Reykjasel að vestan og Tunga gegnt því að austan.

Síðasta hestaat á Íslandi var háð á Bleiksmýrardal árið 1623 (sumar heimildir segja 1624).

Þekkt þjóðsaga, tröllasagan um Jón Loppufóstra, á að hafa gerst á Bleiksmýrardal.

(Allt það sem skrifað er hér um Bleiksmýrardal er úr einhverri Wikiheimild. Þetta þarf allt að sannreyna. Reyndar er eitthvað um Bleiksmýrardal í „Landið þitt Ísland).

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Nesti og annar búnaður:

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir:

 • Verða skráðar