Stefnt er að fjallvegahlaupum yfir annars vegar Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð (fjallvegahlaup nr. 72) og hins vegar Gyltuskarð (fjallvegahlaup nr. 73) þriðjudaginn 16. ágúst 2022. Lagt verður af stað frá Strjúgsstöðum kl. 10 um morguninn. Upphaflega stóð til að hlaupa þessar leiðir 9. ágúst, en hlaupunum var þá frestað vegna eindreginnar rigningarspár. Spáin fyrir 16. ágúst lítur mun betur út.

Vonandi slást sem flestir í för með mér á þessum fjallvegum. Þátttökugjöld eru engin, fólk tekur þátt á eigin ábyrgð og þarf sjálft að sjá um flutninga. Vegna þess síðastnefnda getur verið snjallt að láta vita af fyrirhugaðri þátttöku, því að oft er hægt að sameinast í bíla.