• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
  • Næstu hlaup
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Króardalsskarð
    • Sandaskörð
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
    • Hellisheiði
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: júlí 2019

Fjallvegahlaupi um Gönguskarð aflýst

18 Fimmtudagur Júl 2019

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Fjallvegahlaupi dagsins um Gönguskarð hefur verið aflýst vegna veðurs. Rigningin fer minnkandi en enn er dimm þoka á svæðinu, bæjarlækir í foráttuvexti og aðstæður til útivistar með verra móti.

Fjallvegahlaupi um Stórurð aflýst

18 Fimmtudagur Júl 2019

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Fjallvegahlaupi dagsins um Stórurð hefur verið aflýst vegna veðurs. Mikil rigning er á svæðinu og dimm þoka. Ákvörðun um hlaupið yfir Gönguskarð verður tekin á næstu klukkutímum, en það hlaup er á dagskrá kl. 14 í dag, (fimmtudaginn 18. júlí 2019).

Hlaup nr. 54, 55 og 56 að bresta á!

16 Þriðjudagur Júl 2019

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Á morgun, miðvikudaginn 17. júlí ætla ég að reima á mig fjallvegahlaupaskóna á Borgarfirði eystri. Leiðin liggur frá Borgarfirði um Brúnavíkurskarð og Súluskarð niður í Kjólsvík, samtals um 12 km leið. Á fimmtudaginn er svo röðin komin að Stórurð annars vegar og Gönguskarði hins vegar.

Dagskrá tveggja næstu daga lítur í stuttu máli þannig út:

  • Miðvikudagur 17. júlí 2019, kl. 13:00: Fjallvegahlaup nr. 54:
    Brúnavíkurskarð og Súluskarð – Frá Ölduhamri í Borgarfirði eystri til Kjólsvíkur – 12 km. Þarna verða tveir fjallvegir sameinaðir í eitt hlaup (til að ná vegalengdinni upp fyrir 9 km, sem er lágmarksvegalengd samkvæmt afar ströngum reglum fjallvegahlaupaverkefnisins).
  • Fimmtudagur 18. júlí 2019, kl. 9:00: Fjallvegahlaup nr. 55:
    Stórurð – Frá Hólalandi í Borgarfirði eystri að Unaósi á Héraði – 22 km. Þetta er reyndar líklega bara að hluta til gömul þjóðleið, en sú leið lá frá Hólalandi um Eiríksdal að Hrafnabjörgum við Selfljót. Þessi útfærsla hentar bara betur af því að hún er svo vel troðin og merkt.
  • Fimmtudagur 18. júlí 2019, kl. 14:00: Fjallvegahlaup nr. 56:
    Gönguskarð – Frá Unaósi á Héraði að Hlíðartúni í Njarðvík – 10 km. Þarna býr sagan við hvert fótmál, m.a. í Stapavík, og staðsetningin gerir það að verkum að einkar hentugt er að hlaupa þessa leið í beinu framhaldi af Stórurð.

Samkvæmt upphaflegri fjallvegahlaupadagskrá ætlaði ég að hlaupa Sandaskörð þriðjudaginn 23. júlí nk., en því hlaupi þarf ég að fresta um óákveðinn tíma. Leiðin um Sandaskörð liggur frá Hólalandi í Borgarfirði eystri að Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá.

Drög að leiðarlýsingum fyrir Brúnavíkurskarð og Súluskarð annars vegar og Gönguskarð hins vegar má finna hér á síðunni, en leiðarlýsing um Stórurð hefur ekki enn verið skrifuð.

Vonandi slást sem flestir í för með mér næstu daga. Allir eru að vanda velkomnir á eigin ábyrgð, þátttakan kostar ekki neitt og engin verðlaun verða veitt, nema vonandi góðar minningar.

Rétt er að benda sérstaklega á að hið einstaka Dyrfjallahlaup fer fram á laugardaginn í þriðja sinn. Fjallvegahlaupin sem hér um ræðir eru tilvalin undirbúningur fyrir það, auk þess sem hlaupið um Stórurð nýtist að hluta sem brautarskoðun. Frestur til að skrá sig í Dyrfjallahlaupið rennur út á föstudag.

Myndin sem fylgir þessari færslu var tekin á Þrándarhrygg 26. júní 2010 í fjallvegahlaupi nr. 16. Þann dag hlupum við fjögur saman yfir Gagnheiði frá Borgarfirði eystri til Breiðuvíkur. Á myndinni sést einmitt niður í Brúnavík, þangað sem leiðin liggur á morgun.

júlí 2019
M F V F F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  
« Jún   Nóv »

Blogg tölfræði

  • 28.520 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Fylgja Fylgja
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...