OLYMPUS DIGITAL CAMERAHljótt hefur verið um fjallvegahlaupaverkefnið síðustu mánuði, þ.e.a.s. allar götur síðan 23. júlí þegar Arnarvatnsheiðin var að baki og 50. fjallvegahlaupinu þar með lokið. Þessi þögn verður rofin í mars, en þá kemur út bók um verkefnið hjá Bókaútgáfunni Sölku. Næstu vikur verður unnið í textagerð, heimildaskrám og öllu hinu sem þarf að hafa í huga þegar bók er í bígerð. Eitthvað af þessari vinnu verður smátt og smátt sýnilegt hérna á síðunni en allt verður þetta miklu áþreifanlegra í mars. Meira um það síðar.

Myndin með þessari færslu er ekki beinlínis af bóklestri. Stundum þarf samt að lesa eitthvað í miðju fjallvegahlaupi, sérstaklega þegar ekki liggur ljóst fyrir hvert halda skuli. Þannig var staðan á Reindalsheiði sumarið 2013. (Sævar Skaptason tók myndina).