• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Króardalsskarð
    • Sandaskörð
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
    • Hellisheiði
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: júlí 2016

Arnarvatnsheiði á morgun

22 Föstudagur Júl 2016

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Arnarvatnsheiði áfangarÁ morgun, laugardaginn 23. júlí, er komið að síðasta og lengsta fjallvegahlaupinu í fjallvegahlaupaverkefninu. Þá ætla ég að hlaupa yfir Arnarvatnsheiði úr Miðfirði suður í Borgarfjörð í góðra vina hópi.

Leiðin yfir Arnarvatnsheiði er um 81 km og því er nauðsynlegt að taka daginn snemma til að ná til byggða á skikkanlegum tíma. Með þetta í huga ætla ég að leggja af stað úr Miðfirði kl. 5 árdegis. Hlaupið hefst á vegamótum Miðfjarðarvegar og Arnarvatnsvegar autan við brúna yfir Núpsá, gegnt bænum á Haugi, þar sem Guðný föðursystir mín bjó um árabil með eiginmanni sínum og 10 börnum. Upphafspunkturinn er um 18 km innan við Laugarbakka.

Löngum hlaupum er skynsamlegt að skipta í styttri áfanga. Þess vegna verður hlaupinu á morgun áfangaskipt eins og sýnt er á meðfylgjandi korti sem við Sævar Skaptason hjálpuðumst að við að útbúa á dögunum. (Reyndar er rétt að taka fram að við teiknuðum ekki kortið sjálft. Við bættum bara inn nokkrum X-um á vel valda staði). Kortið er illlæsilegt eins og það lítur út hér á síðunni, en stærra kort birtist ef smellt er á myndina.

Hver áfangi í hlaupi morgundagsins er um 10 km að lengd, eða nánar tiltekið á bilinu 9-14 km. Fyrrnefndur Sævar Skaptason hefur komið því til leiðar að trússbíll verður okkur til halds og trausts alla leiðina og mun bíllinn m.a. gegna hlutverki drykkjarstöðvar við lok hvers áfanga. Taflan hér að neðan sýnir áfangaskiptinguna í smáatriðum, með fyrirvara um einhverja fínstillingu eftir aðstæðum á hverjum áningarstað. Taflan er ekki vel læsileg með venjulegum gleraugum en úr því rætist sé smellt á hana.

Arnarvatnsheiði áfangaskipting

Í töflunni hér að framan er m.a. að finna áætlaðar tímasetningar á hverjum áfangastað. Þessar tímasetningar líta út fyrir að vera afar nákvæmar, en eru þó einungis settar fram til viðmiðunar. Ég geri ráð fyrir að meðalhraðinn yfir heiðina verði rétt um 6 km/klst, þ.e. röskur gönguhraði. Til þess að halda þeim hraða þarf að ljúka hverjum kílómetra á 10 mínútum. Tímaáætlun af þessu tagi er nauðsynleg í svona hlaupi, sérstaklega þegar haft er í huga að þegar hlaupinu lýkur verður haldið upp á fullkomnun fjallvegahlaupaverkefnisins með súpuveislu á Hótel Húsafelli. Þangað er öllum boðið sem tekið hafa þátt í verkefninu, þ.m.t. hlaupurum morgundagsins, enda hafi þeir boðað komu sína áður en veislan brestur á. (Þegar talað er um fullkomnun er hér átt við að verkefnið hafi verið fullkomnað, en ekki endilega að það hafi verið fullkomið (þó að hlutlaust mat mitt bendi til að svo hafi verið)).

Eins og staðan er þegar þetta er skrifað að morgni föstudags stefnir allt í að 10 manns hlaupi saman yfir heiðina á morgun. Sú þátttaka er langt umfram þær björtustu vonir sem ég hafði gert mér, enda vegalengdin tæpast við alþýðuskap. Ég geri líka ráð fyrir að fleira fólk sláist í hópinn á síðustu kílómetrunum. Eftir því sem ég best veit er vegurinn frá Kalmanstungu upp að Helluvaði á Norðlingafljóti fær öllum bílum, en þessi leið er um 20 km ef marka má töfluna hér að framan. Eins og sést á töflunni er ætlunin að ljúka hlaupinu kl. 18:30. Þeir sem vilja koma til móts við okkur geta reiknað tímasetningar út frá því, miðað við að hver km taki okkur 10 mín. að meðaltali.

Á morgun verður gaman!

10 dagar eftir af fjallvegahlaupaverkefninu

13 Miðvikudagur Júl 2016

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Efnisorð

Arnarvatnsheiði, Klofningsheiði, Sléttuheiði

Snja 060 (217x320)Nú eru bara þrjú fjallvegahlaup eftir af þessum 50 sem ég gaf mér í 5-tugsafmælisgjöf fyrir rúmum 9 árum. Á fimmtudaginn (14. júlí) kl. 14 verður lagt af stað í hlaup nr. 48 yfir Klofningsheiði frá Flateyri til Suðureyrar og næsta þriðjudag kl. 9 að morgni verður siglt af stað frá Ísafirði áleiðis í Aðalvík, þaðan sem hlaup nr. 49 verður hlaupið yfir Sléttuheiði að Hesteyri. Laugardaginn 23. júlí kl. 5 árdegis hefst svo síðasta hlaupið norður í Miðfirði, þaðan sem hlaupið verður suður Arnarvatnsheiði að Kalmanstungu í Borgarfirði.

Þeir sem ætla að hlaupa með mér yfir Klofningsheiðina þurfa bara að mæta við sundlaugina á Flateyri kl. 14 á fimmtudag. Sléttuheiðarhlaupið krefst hins vegar meiri undirbúnings, því að fyrst þarf að tryggja sér far með bátnum yfir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Þar er eitt sæti laust og e.t.v. er hægt að útvega fleiri. Hafið endilega samband við mig í síma 862 0538 eða á Facebook ef þið hafið áhuga á að skella ykkur með. Eins væri gott að vita sem fyrst um þátttöku í hlaupinu yfir Arnarvatnsheiði til að hægt verði að nýta flutningsleiðir og gistimöguleika nyrðra sem best.

Drög að leiðarlýsingum fyrir þessar þrjár heiðar eru smátt og smátt að verða til hérna á fjallvegahlaupasíðunni (sjá tengla í textanum hér að framan).

Svo læt ég fljóta hér með eina mynd að vestan – af sjálfum mér. Hana tók Sævar Skaptason á Dalsheiði seint í júlí 2012 í eftirminnilegri hlaupaferð um Snjáfjallahringinn.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

júlí 2016
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Jún   Nóv »

Blogg tölfræði

  • 29.498 hits

Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Fylgja Fylgja
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...