Fjögur fjallvegahlaup eru á dagskrá í vikunni, öll á Austurlandi. Áætlun næstu daga er sem hér segir:

  1. Þriðjudagur 6. júlí 2021, kl. 10:00, Fjallvegahlaup nr. 65:
    Hjálpleysa – Frá Áreyjum í Reyðarfirði að Grófargerði á Völlum – 16 km
  2. Miðvikudagur 7. júlí 2021, kl. 10:00, Fjallvegahlaup nr. 66:
    Víkurheiði og Dys – Frá Ytri-Teigará í Reyðarfirði yfir í Viðfjörð – 13 km
  3. Miðvikudagur 7. júlí 2021, kl. 13:30, Fjallvegahlaup nr. 67:
    Sandvíkurskarð og Gerpisskarð – Frá Stuðlum í Viðfirði að Vöðlum í Vöðlavík – 10 km
    Nákvæm tímasetning er háð því hvernig gengur í hlaupi nr. 66.
  4. Miðvikudagur 7. júlí 2021, kl. 15:30, Fjallvegahlaup nr. 68:
    Sléttuskarð – Frá Kirkjubóli í Vöðlavík að Ytri-Teigará í Reyðarfirði – u.þ.b. 15 km
    Nákvæm tímasetning er háð því hvernig gengur í hlaupi nr. 67.

Leiðarlýsingar eru ekki allar komnar inn, en verið er að vinna í því. Tenglum verður bætt hér inn þegar eitthvað er farið að gerast.

Vonandi slást sem flestir í för með mér í þessum hlaupum. Veðurspáin lofar góðu sbr. þessa mynd af vef Veðurstofu Íslands, en þar er sýnd staðaspá fyrir Austfirði á hádegi miðvikudaginn 7. júlí: