
Á Rauðasandi 15. júlí 2010
Nú líður að stóru fjallvegahlaupatörninni á Vestfjörðum, þar sem ætlunin er að leggja nokkra fjallvegi að baki 11.-14. júlí nk. Sú breyting hefur verið gerð á dagskrá þessara daga að í stað þriggja fjallvegahlaupa laugardaginn 11. júlí verða tvö látin nægja. Fyrst verður hlaupið yfir Sandsheiði kl. 10 um morguninn og síðan yfir Hnjótsheiði kl. 15. Hnjótsheiðin kemur þar með í staðinn fyrir Kerlingaháls og Dalverpi sem upphaflega voru á dagskránni. Þær leiðir verða að bíða betri tíma.
Með þessari breytingu lítur Vestfjarðaáætlunin svona út:
- Laugardagur 11. júlí 2020, kl. 10:00:
Sandsheiði – Frá Haukabergsrétt á Barðaströnd að Móbergi á Rauðasandi – 15 km - Laugardagur 11. júlí 2020, kl. 15:00:
Hnjótsheiði – Frá Lambavatni á Rauðasandi að Hnjóti í Örlygshöfn – 12 km - Sunnudagur 12. júlí 2020, kl. 11:00:
Tunguheiði – Frá Örlygshöfn til Kollsvíkur – 11 km - Sunnudagur 12. júlí 2020, kl. 15:30:
Hænuvíkurskarð – Frá Hænuvík til Breiðuvíkur – 11 km - Þriðjudagur 14. júlí 2020, kl. 13:00:
Tunguheiði – Frá Tálknafirði til Bíldudals – 13 km
Vonandi slást sem flestir í för með mér fyrir vestan.