• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
    • Víkurheiði og Dys
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Sandaskörð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: maí 2019

Fjallvegahlaupadagskrá sumarsins hefst á laugardaginn

14 Þriðjudagur Maí 2019

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Á laugardaginn (18. maí) hefst fjallvegahlaupavertíð sumarsins með sérstöku fjallvegahlaupabókarhlaupi um Skarðsheiðarveg sunnan af Skorholtsmelum í Melasveit upp í Hreppslaug í Andakíl. Þetta er sama leiðin og ég hljóp með góðum félögum þann 21. júní 2011, en því ferðalagi er lýst í Fjallvegahlaupabókinni minni (leið nr. 20).

Hlaupið á laugardaginn hefst kl. 10:00, en nánari upplýsingar er að finna á Facebooksíðu hlaupsins. Boðið verður upp á veitingar í Hreppslaug að hlaupi loknu og þess vegna er nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku í hlaupinu. Annars verður erfitt að áætla hversu mikið þarf af veitingunum. Skráningin fer fram með því að smella á þar til gerðan tengil á Facebooksíðunni.

Hin eiginlegu fjallvegahlaup hefjast svo í júní, en með „eiginlegum fjallvegahlaupum“ er hér átt við hlaupin sem gerð verða sérstök skil í Fjallvegahlaupabók nr. 2 sem kemur út fimmtudaginn 18. mars 2027. Hlaup sumarsins verða kynnt hér á síðunni (sjá m.a. næstu færslu fyrir neðan þessa) og á Facebooksíðu fjallvegahlaupanna, auk þess sem ég segi samferðafólki mínu á laugardaginn örugglega undan og ofan af áformum sumarsins.

Leiðin um Skarðsheiðarveginn er rétt tæpir 20 km, fylgir öll greinilegum stígum og er auðveld yfirferðar þrátt fyrir töluverða hækkun. Landslagið er fallegt og undirlagið fjölbreytilegt. Líklega eru línuvegirnir á sunnanverðri leiðinni fljótfarnari en reiðgatan, en „línuvegi skortir eitthvað af þeim andblæ og upplifun sem fylgir hálfgrónum gömlum götum sem liggja lágt í landinu“, svo ég vitni nú í eigin orð frá árinu 2011. Þess vegna förum við reiðgöturnar.

Vonast til að hitta sem flest ykkar á laugardag. Öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu en á eigin ábyrgð.

Við Miðfitjahól, þar sem Skarðsheiðarvegurinn rís hæst, nánar tiltekið í u.þ.b. 470 m hæð. Í baksýn (t.h.) er hæsta fjall Skarðsheiðarinnar, Heiðarhorn (1.053 m). (Myndin er tekin 2011).

maí 2019
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  
« Feb   Jún »

Blogg tölfræði

  • 23.669 hits

Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Hætta við

 
Hleð athugasemdir...
Athugasemd
    ×
    Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
    To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy