IMG_4303webÞegar þetta er skrifað hef ég lagt að baki 45 af þeim 50 fjallvegum sem ég gaf sjálfum mér í 5-tugsafmælisgjöf fyrir rúmum 9 árum. Nú bíða aðeins 5 fjallvegir þess að verða hlaupnir og á miðnætti 23. júlí nk. verður hinum „fýsíska“ þætti verkefnisins lokið. Með þetta í huga hef ég ákveðið að opna hluta af fjallvegahlaupabókhaldinu – eins og sjá má hér að neðan. Enn er nefnilega tækifæri til að hressa upp á einstakar línur í þessu mikilvæga bókhaldi.

Helstu kennitölur eða hagstærðir bókhaldsins eru þessar eins og staðan er í dag:

  • 45 fjallvegahlaup
  • 875,16 km
  • 128:10:22 klst. (5 sólarhringar, 8 klst, 10 mín og 22 sek)
  • Meðalhraði 6,83 km/klst
  • 83 hlaupafélagar

Eftirfarandi tafla sýnir fjölda hlaupa og hlaupinna kílómetra allra hlaupafélaga sem farið hafa með mér 3 ferðir eða fleiri og hlaupið 50 km eða meira, raðað eftir fjölda ferða. Þetta er taflan sem allir hljóta að hafa beðið eftir í ofvæni:

Fjallvegahlaupabókhaldstafla 160528

Ötulustu hlaupafélagarnir 2007-2016. (Birt með fyrirvara um villur).

Þeim sem vilja breyta þessari töflu er bent á síðustu 5 fjallvegahlaupin, sem verða eins og hér segir:

  • 11.06.2016 Þingmannavegur/Vaðlaheiði – 12 km
  • 12.06.2016 Kiðaskarð – 17 km
  • 14.07.2016 Klofningsheiði – 14 km
  • 19.07.2016 Sléttuheiði – 14 km
  • 23.07.2016 Arnarvatnsheiði – 81 km

Sjáumst næst á Þingmannaveginum. Meira um það fljótlega.