Efnisorð
Á laugardaginn er komið að því að hlaupa yfir Haukadalsskarð frá Smyrlhóli í Haukadal í Dölum langleiðina að Staðarskála í Hrútafirði. Ætlunin er að hefja hlaupið kl. 10 árdegis og má ætla að skokkið yfir í Hrútafjörð taki 2,5 til 3,5 klst. Vegalengdin er um 20 km.
Hlaupið yfir Haukadalsskarð verður fjallvegahlaup nr. 43. Að því loknu verða því 7 fjallvegir eftir af fjallvegahlaupaverkefninu. Að meðaltali hef ég hlaupið 5 fjallvegi á ári, en verð líklega nokkuð á eftir áætlun í lok þessa árs. Haukadalsskarðið verður e.t.v. síðasti fjallvegur ársins, en enn er þó hugsanlegt að eitthvað bætist við í lok sumars eða með haustinu. Þau mál eru í athugun.
Leiðarlýsingin fyrir Haukadalsskarð er enn að mestu óskrifuð, en upplýsingar um hlaupið er annars að finna á hlaup.is. Gott væri að fá einhverja nasasjón af þátttöku fyrirfram. Það gæti auðveldað fólkflutninga milli endamarks og upphafsstaðar.
Vonast til að sem flestir sláist í för með mér á laugardaginn. Öllum er velkomið að taka þátt, enda gera hlauparar það á eigin ábyrgð.
Sjáumst við þá ekki bara á laugardaginn?
Sæll Stefán og takk fyrir síðast, þetta var nú meira drullusvaðið í lokin á Jökulsárhlaupinu. En þú fékkst fínan tíma 👍. Takk kærlega fyrir að senda mér póst en ég er því miður búin að skipuleggja föstudaginn og laugardaginn hlaupandi á Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk. En ég læt þetta góða boð berast til Ármenninganna . Hlaupakveðja, Gunnur 😊
Sent úr Samsung-tækinu mínu
Líkar viðLíkar við
Takk Gunnur! 🙂 Og gangi þér vel í Þórsmörkinni og þar í kring. Magnað svæði!!!
Líkar viðLíkar við
Ágæti Stefán Gíslason!
Félagar í Hlaupasamtökum lýðveldisins hlupu yfir Haukadalsskarð 25.júlí 2015. Ekki er vitað til að sögn heimamanna, að hlaupið hafi verið með formlegum hætti áður þarna á milli þessara landshluta þ.e úr Dölum vestur og yfir í Hrútafjörð í austri og á milli bæja þ.e frá Giljalandi efsta bæ í Haukadal og að Melum í Hrútafirði. Okkur taldist til að vegalengdin á milli bæjanna væri um 17 km.löng. Veður og færð var frábært og var víðsýnin einstök. Skarðið er nokkurn veginn í sömu og Holtavörðuheiðin sjálf eða í um 400 metra hæð.Dumbungur í upphafi hlaups en rættist verulega þegar á leið.
Hlaupið tók um 2 klst. Í lok hlaups var síðar farið í menningarferð til Hvammstanga og loks efnt til sitjandi borðhalds að Melum þar sem hlauparar höfðu miðstöð. Sama hlaupafélag hljóp yfir sjálfa Holtavörðuheiðina í júlí 2012 eftir vegöxlinni á þjóðvegi 1 yfir heiðina í breyskjuhita þ.e frá útskoti rétt við Fornahvamm í Norðurárdal og að Melum í Hrútafirði, um 21 km. Ekki er hægt að mæla með slíkri leið vegna umferðarþunga. Á Þorrablóti samtakanna nú 5.febrúar s.l. var boðið til hlaups aftur yfir Haukadalsskarð í júlí 2016.
Þetta elsta og virðulegasta hlaupafélag landsins lítur svo á,að það sem gert er einu sinni sé þar með orðin hefð!!
Með bestu kveðju
Ólafur Þorsteinsson,viðsk.fræðingur, cand.oecon. et qualit.
deildarstj.fjárhagsáætlunarg.fjárreiðusviðs H.Í
oth@hi.is-/ beinn sími 525-4236
Líkar viðLíkar við
Sæll Ólafur og takk fyrir innleggið. Gaman að þessu! Ég hljóp þarna sem sagt yfir í ágúst, nema hvað ég byrjaði ögn neðar og leiðin varð þannig ögn lengri. Ferðasagan er enn í smíðum en mun birtast hér á síðunni með myndum áður en langt um líður (vonandi). 🙂
Líkar viðLíkar við