Efnisorð

,

Nú er kominn tími til að bæta fjallvegum nr. 42 og 43 í safnið. Fjallvegur nr. 42 verður Víkurheiði og Dys sem ég ætla að hlaupa þriðjudaginn 4. ágúst kl. 11. Legg þá af stað frá Kerlingará utan við Stóru-Breiðuvík í Reyðarfirði. Fjallvegur nr. 43, Berufjarðarskarð, verður svo hlaupinn tveimur dögum síðar, þ.e.a.s. fimmtudaginn 6. ágúst kl. 11. Þá hefst hlaupið við bæinn Höskuldsstaði í Breiðdal.

Fjallvegahlaupin eru ekki keppnishlaup, heldur snúast þau um útiveru, hreyfingu og góðan félagsskap. Þátttökugjöld eru engin og öllum er frjálst að slást í hópinn á eigin ábyrgð. Þátttakendur þurfa ekkert að skrá sig, en samt er gott að hafa einhverja hugmynd um hverjir ætla að vera með. Þá er líka auðveldara að nýta ferðir og svoleiðis.

Fyrstu drög að leiðarlýsingum þessara tveggja leiða er að finna hérna á fjallvegahlaupasíðunni undir „Næstu hlaup“. Þar eru m.a. GPS-punktar sem gott er að eiga í handraðanum. Ef allt gengur að óskum bæti ég einhverjum upplýsingum þarna við næstu daga. Svo er líka eitthvað um þetta hlaup.is, (sjá tengla ofar í þessari færslu).

Sjáumst í næstu viku!

Víkurheiði og Dys

Víkurheiði og Dys

Berufjarðarskarð

Berufjarðarskarð