• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
  • Næstu hlaup
    • Hesteyrarskarð
    • Tunguheiði í Sléttuhreppi
    • Háaheiði
    • Kjaransvíkurskarð
    • Þorleifsskarð
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Mosar
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Króardalsskarð
    • Sandaskörð
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
    • Hellisheiði
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Dagskipt greinasafn: 20. maí, 2023

Fjallvegahlaupadagskrá sumarsins birt

20 Laugardagur Maí 2023

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Fjallvegahlaupadagskrá sumarsins 2023 er nokkurn veginn tilbúin – og þar eru hvorki fleiri né færri en 8 leiðir á blaði. Auðvitað má þó alltaf búast við einhverjum breytingum þegar nær dregur. Áætlun er jú eitt og raunveruleikinn annað, enda ræðst raunveruleikinn í þessu tilviki af jafnfallvöltum þáttum og veðri og hlaupaheilsu eins manns. Dagskráin birtist á síðunni Næstu hlaup og þar verða allar breytingar settar inn jafnóðum og þær liggja fyrir. Breytingar verða líka kynntar á Fésbókarsíðu fjallvegahlaupaverkefnisins.

Stærsta fjallvegahlaupaverkefni sumarsins eru fimm fjallvegir á Hornströndum 4. og 5. júlí. Búið er að útvega sjóferð og gistingu fyrir 16 manns – og þau pláss eru öll „uppseld“. En auðvitað er öðrum frjálst að mæta á eigin vegum, enda eruð þið öll alltaf velkomin í fjallvegahlaupin (á eigin ábyrgð).

Fróðleikur um sjö af átta fyrirhuguðum fjallvegum sumarsins er kominn inn á fjallvegahlaupasíðuna (undir Næstu hlaup) og verður uppfærður smám saman eftir því sem þekkingin eykst.

Sumarið 2023 verður sjöunda sumarið í öðrum áfanga fjallvegahlaupaverkefninsins, en allt byrjaði þetta upp úr fimmtugsafmælinu mínu árið 2007. Fyrsta áfanganum lauk á sextugsafmælinu 2017 og þá var gefin út bók um 50 fyrstu leiðirnar. Bók nr. 2 með næstu 50 leiðum er svo væntanleg á sjötugsafmælinu 2027.

Sex fyrstu sumur annars áfanga (sumrin 2017-2022) skiluðu ekki nema 23 fjallvegum og því eru enn 27 leiðir óhlaupnar fram að sjötugsafmælinu. Ef allt hefði verið með felldu ættu helst 30 fjallvegir að vera að baki (5 að meðaltali á ári). En enn er nógur tími og nóg til af skemmtilegum valkostum. „Nóg frammi“ sem sagt.

(Myndin sem fylgir þessari færslu var tekin í Hrafnkelsdal í byrjun júlí 2022. Þarna er meistari Páll á Aðalbóli að ferja okkur fimm saman yfir Hrafnkelu í upphafi fjallvegahlaups um Aðalbólsveg að Kleif í Fljótsdal. (Ljósm. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir)).

maí 2023
M F V F F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  
« Sep    

Blogg tölfræði

  • 30.134 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Fylgja Fylgja
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...