• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
    • Víkurheiði og Dys
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Sandaskörð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: júlí 2017

Aðrir 50 fjallvegir fyrir sjötugt

26 Miðvikudagur Júl 2017

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Enn verða skór reimaðir.

Frá því að fjallvegahlaupaverkefninu mínu lauk með útgáfu bókarinnar Fjallvegahlaup á sextugsafmælinu mínu 18. mars 2017 hefur ríkt óvissa um viðfangsefni næsta áratugar. Þessari óvissu er eytt hér með. Ég hef sem sagt ákveðið að hlaupa 50 fjallvegi til viðbótar fyrir sjötugt. Í samræmi við það er stefnt að útgáfu bókarinnar Meiri fjallvegahlaup þann 18. mars 2027.

Þetta nýja fjallvegahlaupaverkefni verður með sama sniði og upphaflega verkefnið, enda er þetta einfaldlega rökrétt framhald. Tilgangurinn er sá sami og áður, nema hvað nú snýst málið um sjötugsaldurinn í stað sextugsaldursins. Öll viðmið eru óbreytt og sem fyrr er öllum frjálst að slást í för með mér á eigin ábyrgð. Því fleiri sem koma, þeim mun glaðari verð ég.

Einhverjum kann að finnast þetta nýja verkefni mitt ófrumlegt, þar sem í raun sé um endurtekningu að ræða. En frumleikinn er ekkert markmið í sjálfu sér. Þetta snýst þvert á móti um að setja sér markmið til langs tíma og hvika ekki frá þeim þótt einhverjir þröskuldar verði á vegi manns. Auk þess er hvert fjallveghlaup ný uppgötvun og ný upplifun.

Ég hef reyndar þegar hlaupið tvo fjallvegi af þeim 50 sem um ræðir, þ.e.a.s. Sælingsdalsheiði í Dölum og Bæjardalsheiði milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar. Hverjir hinir 48 fjallvegirnir verða á eftir að koma í ljós, en það verður allt kynnt þegar nær dregur. Fyrstu fréttir af þeim áformum eru væntanlegar á vetri komanda, en nú þegar liggur fyrir allstórt safn hugmynda. Nóg er til af fjallvegum.

Þetta verður skemmtilegt!

júlí 2017
M F V F F S S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  
« Jún   Ágú »

Blogg tölfræði

  • 23.553 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Hætta við
Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy