Ég ætla að fresta fjallvegahlaupinu um Strjúgsskarð um óákveðinn tíma, en þetta hlaup var á dagskrá laugardaginn 11. júlí 2015. Ástæður frestunarinnar eru tvær. Annars vegar þarf ég að létta aðeins á hlaupadagskrá sumarsins til að skapa rými fyrir aðrar og ögn fjölskylduvænni athafnir og hins vegar þarf ég að endurskoða æfingaáætlunina mína fyrir Laugavegshlaupið 18. júlí. Hef glímt við smávægileg meiðsli í vetur og þeirra vegna þarf ég að skipuleggja tímann fram að Laugaveginum öðruvísi en ella til að eiga möguleika á að ná þeim markmiðum sem ég hef sett mér þar. Strjúgsskarðið passaði ekki vel inn í þá mynd enda ekki nema viku fyrir Laugaveginn.

Eftir þessa breytingu lítur fjallvega- og skemmtihlaupadagskrá sumarsins svona út:

30.05.2015, kl. 15:00  Flatnavegur – 20 km
20.06.2015, kl. 10:30  Þrístrendingur – 41 km
27.06.2015, kl. ??:??   Hamingjuhlaupið – 32 km
04.08.2015, kl. 11:00  Víkurheiði og Dys – 14 km
06.08.2015, kl. 11:00  Berufjarðarskarð – 10 km
15.08.2015, kl. 10:00  Haukadalsskarð – 20 km

Biðst velvirðingar á þeim óþægindum og vonbrigðum sem þessi breyting kann að valda.