Hér kemur endanleg (vonandi) dagskrá fyrir fjallvegahlaupin á Austurlandi næstu daga. Sunnudagurinn er óbreyttur frá síðustu áætlun, en ég er búinn að endurskipuleggja þriðjudaginn.
- Sunnudagur 13. júlí kl. 11:00
Gönguskarð við Njarðvík – Frá Unaósi á Héraði að Hlíðartúni í Njarðvík – 10 km
Leiðin liggur út undir Stapavík og svo yfir skarðið. Það er ekki ýkja hátt og mun hafa verið farið á jeppa í eitt skipti, nánar tiltekið árið 1946. - Sunnudagur 13. júlí kl. 15:00
Sandaskörð – Frá Hólalandi í Borgarfirði að Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá – 21 km
Þessi leið fer upp í 600 m hæð og er því ekki fljótfarin. Og kannski getur tímasetningin hnikast til eftir því hvernig gengur á Gönguskarði fyrr um daginn. - Þriðjudagur 15. júlí kl. 10:00
Stöðvarskarð – Frá Melrakkaeyri í Fáskrúðsfirði til Stöðvarfjarðar – 10 km - Þriðjudagur 15. júlí kl. 14:00
Gunnarsskarð – Úr botni Stöðvarfjarðar að Ólafsvörðu í Breiðdal – 12 km
(Tímasetning getur hnikast til eftir því hvernig gengur á Stöðvarskarði).
Að vanda er öllum frjálst að slást í för með mér í fjallvegahlaupunum – á eigin ábyrgð – og þátttakan kostar ekki neitt nema fyrirhöfnina. Gott væri samt að frétta af ferðafélögum fyrirfram (t.d. í síma 862 0538 eða í stefan@environice.is), einkum til að auðvelda skipulagningu ferða fyrir og eftir hlaup.
