• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Króardalsskarð
    • Sandaskörð
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Dalverpi
    • Hellisheiði
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Dagskipt greinasafn: 11. júní, 2021

Kollabúðaheiði bætist á listann

11 Föstudagur Jún 2021

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Í dag var endanlega valin leið fyrir Hamingjuhlaupið 2021, en Hamingjuhlaupið er árlegur viðburður í tengslum við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Að þessu sinni varð leiðin yfir Kollabúðaheiði fyrir valinu og þar sem sú ágæta heiði uppfyllir öll skilyrði verður þetta jafnframt fjallvegahlaup nr. 64, þ.e.a.s. fyrstu u.þ.b. 20,4 kílómetrarnir. Eftir það tekur við u.þ.b. 17,1 km malbikshlaup til Hólmavíkur.

Fjallvegahlaupið (og Hamingjuhlaupið) yfir Kollabúðaheiði hefst innst í Þorskafirði laugardaginn 26. júní 2021 kl. 8:30. Eins og jafnan í Hamingjuhlaupum verður fylgt fyrirfram ákveðinni tímaáætlun, sem miðast við að hlaupinu ljúki á Hólmavík þegar Hamingjudagar standa sem hæst, stundvíslega kl. 14:00 sama dag. Í reynd svipar tímaáætluninni mjög til strætisvagnaáætlunar, þar sem hlaupararnir verða staddir á fyrirfram ákveðnum stöðum á fyrirfram ákveðnum tímum. Þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa alla leið geta þannig komið inn (og/eða farið út) þar sem þeim hentar.

Með þessari breytingu lítur fjallvegahlaupadagskrá sumarsins svona út:

  1. Laugardagur 26. júní 2021, kl. 8:30
    Kollabúðaheiði – Úr botni Þorskafjarðar yfir í Staðardal í Steingrímsfirði – 20 km
  2. Laugardagur 3. júlí 2021, kl. 13:00:
    Króardalsskarð – Úr botni Seyðisfjarðar í botn Mjóafjarðar – 11 km
  3. Þriðjudagur 6. júlí 2021, kl. 10:00:
    Hjálpleysa – Frá Áreyjum í Reyðarfirði að Grófargerði á Völlum – 16 km
  4. Miðvikudagur 7. júlí 2021, kl. 10:00:
    Víkurheiði og Dys – Frá Ytri-Teigará í Reyðarfirði yfir í Viðfjörð – 13 km
    Þessi leið var á dagskrá fyrra fjallvegahlaupaverkefnis 4. ágúst 2015. Lögðum af stað sex saman, en urðum frá að hverfa vegna gríðarlegs vatnsveðurs sem gekk yfir Austurland um þær mundir. Nú mun þetta örugglega ganga betur.
  5. Miðvikudagur 7. júlí 2021, kl. 13:30:
    Sandvíkurskarð og Gerpisskarð – Frá Stuðlum í Viðfirði að Vöðlum í Vöðlavík – 10 km
    Nákvæm tímasetning er háð því hvernig gengur í hlaupi nr. 3.
  6. Miðvikudagur 7. júlí 2021, kl. 15:30:
    Sléttuskarð – Frá Kirkjubóli í Vöðlavík að Ytri-Teigará í Reyðarfirði – u.þ.b. 15 km
    Nákvæm tímasetning er háð því hvernig gengur í hlaupi nr. 4.

Nánari upplýsingar um fjallvega- og Hamingjuhlaupið yfir Kollabúðaheiði verða settar inn á næstu dögum.

júní 2021
M F V F F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  
« Maí   Júl »

Blogg tölfræði

  • 29.498 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Fylgja Fylgja
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...