• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
    • Hesteyrarskarð
    • Tunguheiði í Sléttuhreppi
    • Háaheiði
    • Kjaransvíkurskarð
    • Skötufjarðarheiði
    • Eyrarfjall
    • Mosar
    • Klúkuheiði
    • Hellisheiði
    • Marðarnúpsfjall
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Sandaskörð
    • Stöðvarskarð
    • Gunnarsskarð
    • Flateyjardalsheiði
    • Gönguskarð ytra
    • Tröllatunguheiði
    • Bjarnarfjarðarháls
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Ketuvegur
    • Ólafsfjarðarskarð
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Þorleifsskarð
    • Króardalsskarð
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Dalverpi
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: maí 2016

Kíkt í fjallvegahlaupabókhaldið

28 Laugardagur Maí 2016

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

IMG_4303webÞegar þetta er skrifað hef ég lagt að baki 45 af þeim 50 fjallvegum sem ég gaf sjálfum mér í 5-tugsafmælisgjöf fyrir rúmum 9 árum. Nú bíða aðeins 5 fjallvegir þess að verða hlaupnir og á miðnætti 23. júlí nk. verður hinum „fýsíska“ þætti verkefnisins lokið. Með þetta í huga hef ég ákveðið að opna hluta af fjallvegahlaupabókhaldinu – eins og sjá má hér að neðan. Enn er nefnilega tækifæri til að hressa upp á einstakar línur í þessu mikilvæga bókhaldi.

Helstu kennitölur eða hagstærðir bókhaldsins eru þessar eins og staðan er í dag:

  • 45 fjallvegahlaup
  • 875,16 km
  • 128:10:22 klst. (5 sólarhringar, 8 klst, 10 mín og 22 sek)
  • Meðalhraði 6,83 km/klst
  • 83 hlaupafélagar

Eftirfarandi tafla sýnir fjölda hlaupa og hlaupinna kílómetra allra hlaupafélaga sem farið hafa með mér 3 ferðir eða fleiri og hlaupið 50 km eða meira, raðað eftir fjölda ferða. Þetta er taflan sem allir hljóta að hafa beðið eftir í ofvæni:

Fjallvegahlaupabókhaldstafla 160528

Ötulustu hlaupafélagarnir 2007-2016. (Birt með fyrirvara um villur).

Þeim sem vilja breyta þessari töflu er bent á síðustu 5 fjallvegahlaupin, sem verða eins og hér segir:

  • 11.06.2016 Þingmannavegur/Vaðlaheiði – 12 km
  • 12.06.2016 Kiðaskarð – 17 km
  • 14.07.2016 Klofningsheiði – 14 km
  • 19.07.2016 Sléttuheiði – 14 km
  • 23.07.2016 Arnarvatnsheiði – 81 km

Sjáumst næst á Þingmannaveginum. Meira um það fljótlega.

Svínbjúgur á þriðjudag

22 Sunnudagur Maí 2016

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Efnisorð

Hítardalur, Hörðudalur, Svínbjúgur

Svínbjúgur wikiloc 200Síðdegis á þriðjudag (24. maí) er röðin komin að fjallvegahlaupi nr. 45 frá Hóli í Hörðudal um Svínbjúg. Hlaupinu lýkur svo við suðurenda Hítarvatns. Hlaupaleiðin er samtals um 22 km að lengd, en henni er lýst nánar á þar til gerðri síðu hér á vefnum.

Lagt verður upp frá eyðibýlinu Hóli í Hörðudal um kl. 16:00 á þriðjudaginn. Að Hóli er um 80 km akstur frá Borgarnesi um Bröttubrekku. Beygt er til vinstri út af aðalveginum um 6,5 km sunnan við Búðardal og ekið sem leið liggur með stefnu á Stykkishólm. Eftir um 7 km akstur eftir þeim vegi er aftur tekin vinstri beygja inn á vestari Hörðudalsveginn. Þá eru um 3 km eftir heim á hlað á Hóli.

Hlaupið endar sem fyrr segir sunnan við Hítarvatn. Að endamarkinu er rúmlega 40 km akstur frá Borgarnesi, fyrst sem leið liggur vestur á Mýrar (um 20 km) og svo upp Hítardalsveg (aðrir 20 km). Síðasti spölurinn frá bænum í Hítardal og upp að vatni er líklega frekar grófur, en leiðin ætti þó að vera fær öllum bílum.

Vonast til að njóta samvista við sem flesta á þessari skemmtilegu leið á þriðjudaginn, þrátt fyrir að þetta sé virkur dagur. Veðurspáin gæti reyndar verið hagstæðari, en búast má við strekkingsmótvindi, rigningu og u.þ.b. 8 stiga hita.

maí 2016
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  
« Jan   Jún »

Blogg tölfræði

  • 37.552 hits

Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...