• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
    • Hesteyrarskarð
    • Tunguheiði í Sléttuhreppi
    • Háaheiði
    • Kjaransvíkurskarð
    • Skötufjarðarheiði
    • Eyrarfjall
    • Mosar
    • Klúkuheiði
    • Hellisheiði
    • Marðarnúpsfjall
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Sandaskörð
    • Stöðvarskarð
    • Gunnarsskarð
    • Flateyjardalsheiði
    • Gönguskarð ytra
    • Tröllatunguheiði
    • Bjarnarfjarðarháls
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Ketuvegur
    • Ólafsfjarðarskarð
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Þorleifsskarð
    • Króardalsskarð
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Dalverpi
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Dagskipt greinasafn: 8. maí, 2025

Hellisheiðin 24. maí!

08 Fimmtudagur Maí 2025

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Fjallvegahlaupasumarið 2025 hefst með látum laugardaginn 24. maí nk. kl. 10:00 með hlaupi yfir Hellisheiði, eftir gamla veginum frá Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis. Þar gefst meðal annars tækifæri til að skoða gamla veginn niður Kambana, en umfram allt verður þetta góður dagur í góðum félagsskap og (næstum örugglega) í góðu veðri.

Hlaupið yfir Hellisheiðina verður 82. fjallvegahlaupið frá því að fjallvegahlaupaverkefnið hófst sumarið 2007. Stefnt er að því að fjallvegirnir verði orðnir 100 talsins fyrir árslok 2026, enda er ný fjallvegahlaupabók frá bókaútgáfunni Sölku væntanleg í allar helstu bókabúðir í mars 2027 (á sjötugsafmælinu mínu). Þar verða frásagnir og myndir frá síðustu 50 hlaupum (hlaupum nr. 51-100).

Að sjálfsögðu er öllum boðið að taka þátt í Hellisheiðarhlaupinu. Vegalengdin er ekki nema rétt um 14 km og hraðinn verður bara sá sem flestum hentar. Fólk má t.d. alveg ganga þetta rösklega. Fjallvegahlaupin eru jú skemmtihlaup en ekki keppni. Og staðsetning hlaupsins gerir það að verkum að stór hluti þjóðarinnar ætti að eiga tiltölulega auðvelt með að koma sér á staðinn.

Þátttakan í Hellisheiðarhlaupinu kostar ekki neitt en þátttakendur fara þetta á eigin ábyrgð. Hlaupið er skipulagt í samstarfi við bókaútgáfuna Sölku og þess vegna er fólk beðið að skrá sig á þar til gerðan Facebookviðburð. Hver veit nema efnt verði til uppákomu í lok hlaupsins, þar sem fjöldinn skiptir máli.

Reimum á okkur hlaupaskóna og hittumst við Hellisheiðarvirkjun laugardaginn 24. maí nk. kl. 10:00. Nánar tiltekið hefst hlaupið rétt innan við aðalbyggingar virkjunarinnar, þ.e.a.s. rétt hjá Kolviðarhóli.

Nánari upplýsingar um hlaupaleiðina má nálgast á viðeigandi síðu hérna á vefnum og fyrirspurnir má senda á stefan@umis.is.

maí 2025
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Feb   Jún »

Blogg tölfræði

  • 37.552 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...