Á fjallvegahlaupadagskrá sumarsins 2025 voru 12 leiðir – og höfðu aldrei verið fleiri. Þetta var enda næstsíðasta sumar fjallvegahlaupaverkefnisins og á þessum tveimur sumrum þurfti ég að hlaupa 19 fjallvegi til að ná markmiðinu um 100 fjallvegi fyrir sjötugt.
Þegar þetta er skrifað eru 10 af þessum 12 fjallvegum að baki og tveir eftir, sem frestast til næsta sumars. Fjallvegahlaupum sumarsins 2025 er sem sagt lokið. Frásagnir af hlaupnum hlaupum má finna á hlaupasögusíðunni, að svo miklu leyti sem þær hafa verið skrifaðar. Þar bætist eitthvað við þegar líður á haustið og veturinn.
Sumarið 2026 ætla ég að hlaupa 9 síðustu fjallvegina í fjallvegahlaupaverkefninu. Allt byrjaði þetta upp úr fimmtugsafmælinu mínu árið 2007. Fyrsta áfanganum lauk á sextugsafmælinu 2017 og þá var gefin út bók um 50 fyrstu leiðirnar. Bók nr. 2 með næstu 50 leiðum er svo væntanleg á sjötugsafmælinu 2027. Enn á ég sem sagt 9 leiðir eftir af þessum 100. Samt er ekkert víst að þetta klikki.
(Síðast uppfært 10. september 2025)
Bakvísun: Hlaupið fyrir norðan 9. ágúst nk. | Fjallvegahlaup Stefáns
Bakvísun: Fjallvegahlaup fyrir austan frestast | Fjallvegahlaup Stefáns