• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
    • Hesteyrarskarð
    • Tunguheiði í Sléttuhreppi
    • Háaheiði
    • Kjaransvíkurskarð
    • Skötufjarðarheiði
    • Eyrarfjall
    • Mosar
    • Klúkuheiði
    • Hellisheiði
    • Marðarnúpsfjall
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Sandaskörð
    • Stöðvarskarð
    • Gunnarsskarð
    • Flateyjardalsheiði
    • Gönguskarð ytra
    • Tröllatunguheiði
    • Bjarnarfjarðarháls
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Ketuvegur
    • Ólafsfjarðarskarð
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Þorleifsskarð
    • Króardalsskarð
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Dalverpi
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Dagskipt greinasafn: 7. janúar, 2026

Síðasta fjallvegahlaupasumarið framundan

07 Miðvikudagur Jan 2026

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Í Jafnadal í Stöðvarfirði á leið niður úr Stöðvarskarði í blíðviðri sumarið 2025.

Dagskrá tuttugasta og síðasta fjallvegahlaupasumarsins míns er að mótast þessa dagana. Núna er 91 hlaup að baki, þannig að í sumar þarf ég að bæta 9 hlaupum við til að ná hundraðinu. Fyrstu hugmyndir um dagskrá eru kynntar hér á eftir, með alls konar fyrirvörum um dagsetningar og leiðir.

Fyrsta hlaup sumarsins verður líklega annað hvort laugardaginn 9. maí eða laugardaginn 23. maí. Þá er ég að hugsa um að hlaupa yfir Lyngdalsheiði frá Gjábakka í Þingvallasveit til Laugarvatns, sem sagt aðalveginn yfir heiðina fyrir daga núverandi vegar. Þetta er nokkurn veginn sama leið og hlaupin er í hinu árlega Bláskógaskokki og vegalengdin er rétt um 10 mílur (16 km).

Fyrri partinn í júní langar mig að hlaupa tvo fjallvegi á Norðurlandi vestra, sem báðir urðu útundan í júníhretinu síðasta vor. Þetta eru Ketuvegur frá Steinnýjarstöðum utan við Skagaströnd að Ketu á Skaga (um 23 km) og Ólafsfjarðarskarð frá Þverá í Ólafsfirði að Ketilási í Fljótum (um 16 km). Seint í júní er svo hugmyndin að hlaupa um Fagranesskarð, þvert yfir Langanesið frá Hlíð í Þistilfirði að Fagranesi við Bakkaflóa (um 11 km).

Aðalfjallvegahlaupaferð ársins verður væntanlega farin á norðanverða Vestfirði, þar sem ég býst við að halda mig dagana 12.-19. júlí eða þar um bil. Þarna myndi ég vilja ná þremur fjallvegum, t.d. Heiðarskarði úr miðbæ Bolungarvíkur yfir í miðbæ Ísafjarðar (um 18 km), Breiðadalsheiði (bílveginn) frá Skutulsfirði til Önundarfjarðar (um 12 km) og Álftafjarðarheiði frá Seljalandi í Álftafirði að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði (um 20 km). Fleiri leiðir koma til greina í stað einhverra þessara þriggja, sjá Vestfjarðakaflann á hugmyndasíðunni. Ein þeirra er Álftamýrarheiði frá Hólum í Dýrafirði til Arnarfjarðar (um 16 km), en sú leið er hluti af tvöfaldri Vesturgötu sem er hluti af hinni árlegu Hlaupahátíð á Vestfjörðum.

Hundraðasta og þar með síðasta fjallvegahlaupið verður væntanlega hlaupið yfir Heljardalsheiði frá Sleitustöðum í Skagafirði að Atlastöðum í Svarfaðardal (um 31 km) laugardaginn 8. ágúst.

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er hér aðeins lagt á ráðin um átta fjallvegi en ekki níu eins og ég þarf til að klára dæmið. Allar tillögur um níunda fjallveginn eru einkar vel þegnar, bæði hvað varðar hlaupaleið og tímasetningu. Sömuleiðis væri gaman að fá ábendingar um tímasetningar hinna leiðanna átta, m.a. með tilliti til þess að áhugasamt fólk eigi sem mesta möguleika á að slást í för með mér.

Eins og áður er öllum velkomið að hlaupa þessa fjallvegi með mér – á eigin ábyrgð. Eins og fram hefur komið verður þetta síðasta fjallvegahlaupasumarið, þannig að nú fer hver að verða síðastur að njóta.

Í góðu veðri og góðum félagsskap á leið upp í Stöðvarskarð 15. júlí 2025 (Fjallvegahlaup nr. 86).
janúar 2026
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Ágú    

Blogg tölfræði

  • 37.710 hits

Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...