
Ég stefni að því að hlaupa yfir Marðarnúpsfjall á hvítasunnudag, frá Marðarnúpi í Vatnsdal að Marðarnúpsseli í Svínadal, en þetta er eitt af fjallvegahlaupunum fimm sem frestað var vegna júníhretsins á dögunum. Ég geri ráð fyrir að leggja af stað frá Marðarnúpi fyrir hádegi, þ.e. í fyrsta lagi kl. 9 og í síðasta lagi kl. 11. Nánari tímasetning verður ákveðin seint á laugardag (daginn fyrir hlaup). Þau sem langar með ættu að vera í sambandi við mig á Messenger eða í síma 8620538 til að vera viss um að fá fréttir af tímasetningunni.
Sunnudagsspáin fyrir þetta svæði er hagstæð; NV-andvari, skýjað og u.þ.b. 5 stiga hiti á láglendi.
Hinir fjallvegirnir fjórir bíða allir betri tíma.
