• Um
  • Hlaupasögur 2007-2016
    • Laxárdalsheiði
    • Svínaskarð
    • Skarðsheiðarvegur
    • Skálavíkurheiði
    • Þingmannavegur
  • Hlaupasögur 2017-2026
    • Sælingsdalsheiði
    • Bæjardalsheiði
    • Reykjadalur-Sanddalur
    • Brúnavíkurskarð og Súluskarð
    • Gönguskarð í Eyjafirði
    • Siglufjarðarskarð
    • Kálfsskarð
    • Vatnadalur
    • Sandsheiði
    • Hnjótsheiði
    • Tunguheiði við Örlygshöfn
    • Breiðuvíkurháls
    • Tunguheiði við Tálknafjörð
    • Kollabúðaheiði
    • Hjálpleysa
    • Víkurheiði og Dys
    • Sandvíkurskarð
    • Gerpisskarð
    • Fjallsselsvegur
    • Aðalbólsvegur
    • Dalaskarð
    • Strjúgsskarð og Litla-Vatnsskarð
    • Gyltuskarð
    • Hesteyrarskarð
    • Tunguheiði í Sléttuhreppi
    • Háaheiði
    • Kjaransvíkurskarð
    • Skötufjarðarheiði
    • Eyrarfjall
    • Mosar
    • Klúkuheiði
    • Hellisheiði
    • Marðarnúpsfjall
    • Gönguskarð við Njarðvík
    • Sandaskörð
    • Stöðvarskarð
    • Gunnarsskarð
    • Flateyjardalsheiði
    • Gönguskarð ytra
    • Tröllatunguheiði
    • Bjarnarfjarðarháls
  • Næstu hlaup
  • Hlaupasögubrot
  • Hugmyndir
    • Hólmavatnsheiði
    • Ketuvegur
    • Ólafsfjarðarskarð
    • Skeggaxlarskarð
    • Sölvamannagötur
    • Kaldidalur
    • Þorleifsskarð
    • Króardalsskarð
    • Karlskálaskarð
    • Kerlingaháls
    • Kækjuskörð
    • Tó
    • Dalverpi
  • Tölfræði

Fjallvegahlaup Stefáns

Fjallvegahlaup Stefáns

Mánaðarskipt greinasafn: ágúst 2023

Skyndiákvörðun um tvö fjallvegahlaup

14 Mánudagur Ágú 2023

Posted by stefangisla in Óflokkað

≈ Skrá ummæli

Á morgun, þriðjudaginn 15. ágúst, ætla ég að hlaupa tvo fjallvegi í Ísafjarðardjúpi. Þetta er í raun gert til að bæta upp að ekki tókst að ljúka áætluðum hlaupum á Austurlandi í síðasta mánuði vegna þoku. Þegar þetta er skrifað eru fjallvegahlaupin orðin samtals 77 og stefnan er að ljúka 100 hlaupum fyrir haustið 2026. Þegar sumarið í sumar er liðið verða bara þrjú sumur eftir til ráðstöfunar og takmörk fyrir því hversu mörgum hlaupum er hægt að ljúka á hverju sumri. Þess vegna var þessi skyndiákvörðun tekin.

Fjallvegir morgundagsins eru Skötufjarðarheiði frá Kálfavík í Skötufirði yfir í Heydal (um 14 km með ca. 600 m hækkun) og Eyrarfjall úr botni Mjóafjarðar yfir í Ísafjörð (gamli bílvegurinn, um 11 km með ca. 400 m hækkun). Tímaáætlun dagsins er í grófum dráttum sem hér segir:

Kl. 10:00 Lagt af stað á Skötufjarðarheiði upp Grafarskarð (eða Grafargil) í landi Kálfavíkur
Kl. 13:00-13:30 Komið að Heydal (að hótelinu)
Kl. 14:00-14:30 Lagt af stað frá Heydal áleiðis inn í Mjóafjarðarbotn (um 7 km „ferjuleið“)
Kl. 15:00-15:30 Lagt af stað á Eyrarfjall
Kl. 16:30-17:30 Komið niður í Ísafjörð

Líta ber á tímasetningarnar hér að framan (aðrar en þá fyrstu) sem lausleg viðmið. Talsverð frávik í báðar áttir eru hugsanleg, allt eftir því hvernig ferðalaginu miðar. Þau sem vilja vera með ættu því að vera í sambandi áður en lagt er af stað, (sími 8620538, Stefán). Að vanda eruð þið öll velkomin á eigin ábyrgð, þó að eðlilega muni hinn stutti fyrirvari draga úr þátttöku ef eitthvað er. Beðist er velvirðingar á því.

Rétt er að nefna að leiðirnar upp á Skötufjarðarheiði og niður af henni aftur eru býsna brattar. Þarna hefur samt verið farið yfir með kýr, þannig að væntanlega er þetta ekki ofvaxið frískum hlaupurum og göngufólki.

ágúst 2023
M F V F F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Júl   Sep »

Blogg tölfræði

  • 37.551 hits

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Ignacio Ricci.

Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Fjallvegahlaup Stefáns
    • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Report this content
    • Skoða vef í lesara
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar