Fjallvegahlaupin um Kækjuskörð og Tó, sem áformuð voru á morgun, mánudaginn 24. júlí 2023, verða látin bíða betri tíma. Ólíklegt er að þessi hlaup verði hlaupin á þessu ári úr því sem komið er, en áform sem uppi eru á hverjum tíma verða kynnt hér á síðunni jafnóðum.
Vonandi hefur þessi breyting á fjallvegahlaupadagskránni sem minnst óþægindi í för með sér fyrir áhugafólk um fjallvegahlaup.