Gunnarsskarð

Staðsetning: Úr botni Stöðvarfjarðar að Ólafsvörðu í Breiðdal
Hnattstaða:
Upphaf: 0,00 km ( 13 m), N64°50,10' - V13°57,45'
Tvígil: 3,65 km ( 62 m), N64°51,09' - V14°00,89'
(Stórilækur: 4,70 km ( 70 m), N64°51,33' - V14°01,73')
Gunnarsskarð: 9,50 km (704 m), N64°51,07' - V14°04,77'
Á niðurleið: 12,85 km (202 m), N64°50,05' - V14°07,19'
Lok: 15,52 km ( 47 m), N64°49,00' - V14°08,62'
Hæð y. sjó: 13 m við upphaf, 704 m hæst, 47 m við lok
Samanlögð hækkun: 844 m
Vegalengd: 15,52 km
Tími: 5:08:54 klst.
Meðalhraði: 3,01 km/klst (19:54 mín/km)
Dags.: Þriðjudag 15. júlí 2025, kl. 13:05
Hlaupafélagar:
Hilmar Hilmarsson
Salome Hallfreðsdóttir
Sara Kristjánsdóttir

Fróðleikur um leiðina:

Gunnarsskarð er ein fremur fárra mögulegra hlaupaleiða milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals. Leiðin fer í u.þ.b. 700 m hæð og er óstikuð, en sögð vel fær hestum.

Hlaupið yfir Gunnarsskarð hefst við golfvöllinn innst í Stöðvarfirði, sunnan við Stöðvará. Fyrstu 5 kílómetrana eða svo er hlaupið eftir syðri árbakkanum, yfir nokkra læki og þverár, nokkuð inn fyrir Stóralæk. Þar er beygt til vinstri og stefnan tekin upp í skarðið með Kistufjall (850 m) á vinstri hönd og Gunnarstind (eða bara Gunnar) (1.025 m) til hægri. Úr skarðinu er haldið svipaðri stefnu (til suðvesturs) niður með Selá að vestanverðu (með ána á vinstri hönd), framhjá eyðibýlinu Árnastöðum (í byggð til 1920) og endað við Ólafsvörðu við aðalveginn (Þjóðveg nr. 1) inn Breiðdal. Þaðan eru svo á að giska 8 km til Breiðdalsvíkur.

Til er sú þjóðsaga um nafngift Gunnarsskarðs, að á öldum áður hafi maður að nafni Gunnar verið smali á Árnastöðum og verið í tygjum við stúlku í Hvalnesseli í Stöðvarfirði. „Hún spann band yfir skarðið og þegar hún vildi finna Gunnar þá kippti hún í það og kom hann þá að finna hana. Af því dregur skarðið nafn sitt. Þau giftust og varð það því fyrsta „hjónabandið”“. (HDH, bls. 63). Þjóðsagnaritarinn Sigfús Sigfússon taldi nafnið hins vegar tengjast goðahelgi, sem e.t.v. megi rekja til landnáms Stöðvarfjarðar. Þar nam landnámsmaðurinn Þórhaddur land og einn manna hans á að hafa heitið Gunnar.

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir:

  • Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir (1977): Mannanöfn í stöðfirskum örnefnum. Múlaþing: Byggðasögurit Austurlands, 24. hefti. (Bls. 53-65).
  • Hjörleifur Guttormsson (2002): Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar. Árbók Ferðafélags Íslands 2002. Ferðafélag Íslands, Reykjavík.
  • Páll Baldursson (umsjón) (2001): Gönguleiðir á Austurlandi IV – Gönguleiðir á Suðurfjörðum Austfjarða. Gönguleiðakort. Gönguleiðir Suðurfjarða. Héraðsprent, Egilsstöðum.