Stöðvarskarð

Staðsetning: Frá Melrakkaeyri í Fáskrúðsfirði að Óseyri í Stöðvarfirði
Hnattstaða:
Upphaf: 0,00 km ( 11 m), N64°54,40' - V13°58,31'
Stöðvarskarð: 4,40 km (634 m), N64°52,73' - V13°58,49'
Stöð: 10,00 km ( 26 m), N64°50,57' - V13°57,51'
Lok: 10,56 km ( 16 m), N64°50,47' - V13°57,01'
Hæð y. sjó: 11 m við upphaf, 634 m hæst, 16 m við lok
Samanlögð hækkun: 625 m  
Vegalengd: 10,56 km
Tími: 2:24:24 klst.
Meðalhraði: 4,39 km/klst (13:40 mín/km)
Dags.: Þriðjudag 15. júlí 2025, kl. 10:22
Hlaupafélagar:
Hilmar Hilmarsson
Salome Hallfreðsdóttir
Sara Kristjánsdóttir

Fróðleikur um leiðina:

Um Stöðvarskarð liggur stikuð hlaupaleið milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Leiðin er sögð nokkuð erfið, en þó auðveld á austfirskan mælikvarða. Lagt er af stað frá sjónvarpsendurvarpsstöð á Melrakkaeyri á Sævarendaströnd sunnan Fáskrúðsfjarðar, u.þ.b. 5 km utan við fjarðarbotninn. Hlaupið er eftir línuvegi upp með Melrakkalæk að vestanverðu (með lækinn á vinstri hönd), nokkurn veginn beint til suðurs og beint upp brattann. Eftir u.þ.b. 3 km er komið upp í Stöðvarskarðsbotna. Þar er sveigt lítið eitt til vinstri upp í hlíðar líparítfjallsins Gráfells (721 m) og svo lítið eitt til hægri upp í sjálft skarðið. Línuveginum er svo fylgt áfram niður úr skarðinu að sunnanverðu, en þar hverfur vegurinn um stund. Niður af skarðinu eru nokkrir áberandi stórir steinar sem nefnast Einbúi (eða Einbúar), en leiðin liggur nokkru vestar. Nokkru neðar má sjá stóran steinboga lengra til vesturs utan í Álftafelli (809 m), sem er þó ekki heldur alveg við hlaupaleiðina.

Neðan við Einbúa er komið aftur á línuveginn, sem liggur síðan til suðausturs niður Jafnadal, niður með Þverá að austanverðu (með ána á hægri hönd), alla leið niður að Stöð, sem var kirkjustaður til ársins 1925. Þaðan er svo um 600 m skokk niður á aðalveginn við bæinn Óseyri, innst í Stöðvarfirði, þar sem hlaupið endar. Frá Óseyri eru um 3,5 km út að Stöðvarfjarðarþorpinu. 

Ferðasagan:  

Verður skráð að hlaupi loknu

Lokaorð:

Verða skráð að hlaupi loknu

Helstu heimildir: