Staðsetning: Frá Strjúgsstöðum í Langadal til Sauðárkróks Nánar: Frá Strjúgsstöðum í Langadal, yfir Strjúgsskarð, Laxárdal og Litla-Vatnsskarð, út Víðidal og Hryggjardal til Sauðarkróks Hnattstaða: (Verður skráð í ferðalok) Hæð y. sjó: (Verður skráð í ferðalok). Vegalengd: Áætluð um 31 km Tími: (Verður skráður í ferðalok) Meðalhraði: (Verður skráður í ferðalok) Dags.: Óákveðið Hlaupafélagar: Vonandi sem flestir
Fróðleikur um leiðina:
Hlaupaleiðin hefst við eyðibýlið Strjúgsstaði í Langadal, svo sem 17 km innan við Blönduós. Frá bænum er hlaupið upp með Strjúgsá að innanverðu og upp í Strjúgsskarð þar fyrir ofan. Þegar komið er niður úr skarðinu liggur leiðin þvert yfir Laxárdal og yfir Litla-Vatnsskarð. Handan við skarðið er komið niður í Víðidal og honum fylgt í átt til sjávar. Áfram er svo haldið niður Hryggjardal alla leið til Sauðárkróks. Þetta er því meira en einn fjallvegur ef allrar nákvæmni er gætt.
Orðið strjúgur er fátítt í daglegu máli. Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kemur fram að í Landnámu sé getið um landnám Þorbjarnar strúgs í Langadal og er bærinn sagður kenndur við hann. Talið er að viðnefni Þorbjarnar hafi þýtt „hroki“ eða eitthvað því um líkt. Orðið kvað einnig hafa verið notað um mat sem búinn var til úr dýra- eða fiskabeinum með því að leggja þau í súr. Einnig getur orðið merkt „reiði“ og jafnvel „kalsavindur“ í sumum héruðum. Eins eru til vísbendingar um að orðið tengist vatnsföllum og gæti hafa falið í sér merkingu á borð við „streyma“ eða „renna“.
Ferðasagan:
Verður skráð að hlaupi loknu
Nesti og annar búnaður:
Verður skráð að hlaupi loknu
Lokaorð:
Verða skráð að hlaupi loknu
Helstu heimildir:
Landið þitt Ísland
Vísindavefurinn (2013): Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=63797.