Næstu hlaup

Enn verða skór reimaðir.

Fjallvegahlaupaverkefninu sem hófst í mars 2007 lauk með útgáfu bókarinnar Fjallvegahlaup í mars 2017. Sumarið 2017 var síðan ákveðið að bæta 50 fjallvegum í safnið fyrir sjötugsafmælið mitt í mars 2027.

Nýja fjallvegahlaupaverkefnið verður með sama sniði og upphaflega verkefnið, enda er þetta einfaldlega rökrétt framhald. Tilgangurinn er sá sami og áður, nema hvað nú snýst málið um sjötugsaldurinn í stað sextugsaldursins. Öll viðmið eru óbreytt og sem fyrr er öllum frjálst að slást í för með mér á eigin ábyrgð. Því fleiri sem koma, þeim mun glaðari verð ég.

Einhverjum kann að finnast þetta nýja verkefni mitt ófrumlegt, þar sem í raun sé um endurtekningu að ræða. En frumleikinn er ekkert markmið í sjálfu sér. Þetta snýst þvert á móti um að setja sér markmið til langs tíma og hvika ekki frá þeim þótt einhverjir þröskuldar verði á vegi manns. Auk þess er hvert fjallveghlaup ný uppgötvun og ný upplifun.

Sumarið 2017 hljóp ég tvo fjallvegi af þeim 50 sem um ræðir, þ.e.a.s. Sælingsdalsheiði í Dölum og Bæjardalsheiði milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar. Hverjir hinir 48 fjallvegirnir verða á eftir að koma í ljós, en það verður allt kynnt þegar nær dregur. Fyrstu fréttir af þeim áformum eru væntanlegar á vetri komanda, en nú þegar liggur fyrir allstórt safn hugmynda. Nóg er til af fjallvegum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s